Fréttir

Menntamálaráðuneytið afar ósátt við Morgunblaðið

Í tilkynningu sem var að berast frá mennta- og barnamálaráðuneytinu er samskiptum þess við fréttastofu Morgunblaðsins lýst. Þar segir: „Í frétt Morgunblaðsins á fimmtudag er gefið til kynna að mennta- og barnamálaráðherra hafi sagt ósatt þegar hann vitnaði í nýjar niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknirnar þess efnis að vímuefnaneysla ungmenna hefði ekki aukist. Þar með gefur fjölmiðillinn áfram til kynna að neysla hafi aukist sem er rangt á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Mennta- og barnamálaráðuneytið reyndi að koma réttum upplýsingum á framfæri sem byggðar eru á nýjustu og áreiðanlegustu rannsókn á þessu sviði en í stað þess að leiðrétta þá sendi miðillinn ráðuneytinu svar og birti frétt þess efnis að standa við sinn fréttaflutning. Auk ráðuneytisins hefur Íslenska æskulýðsrannsóknin reynt að koma réttum upplýsingum til almennings. Ráðuneytið lítur málið alvarlegum augum og telur miðilinn vera af þeim sökum vísvitandi að veita rangar og villandi upplýsingar.“