
Íslandsmeistaramótinu í tvímenningi í keilu lauk á sunnudaginn í Egilshöll. Hafþór Harðarson (ÍR) og Gunnar Þór Ásgeirsson (ÍR) urðu Íslandsmeistarar. Þeir voru efstir eftir undankeppni laugardagsins og héldu forustunni í gegnum undanúrslitin. Mikael Aron Wilhelmsson (ÍR) og Ásgeir Karl Gústafsson (KFR) urðu í öðru sæti. Í þriðja sæti urðu feðgar frá Akranesi, þeir Sigurður Þorsteinn…Lesa meira








