Fréttir

true

Snæfell hafði betur gegn Stjörnunni b

Snæfell lék sinn fjórða leik í 1. deild kvenna í körfuknattleik þegar lið Stjörnunnar b kom í heimsókn í Stykkishólm á laugardaginn. Leikurinn var leikur tveggja jafnra liða og skiptust liðin á að leiða. Að loknum fyrri hálfleik var staðan 25-29 Stjörnunni b í vil. Í síðari hálfleik náðu Snæfellskonur frumkvæðinu og höfðu sigur að…Lesa meira

true

Snæfell og Skallagrímur jöfn að stigum

Skallagrímsmenn fengu lið Fylkis í heimsókn á föstudagskvöldið þegar fimmta umferð í 1. deild karla í körfuknattleik fór fram. Lið Fylkis var fyrir leikinn án stiga í deildinni. Lið Skallagríms hafði frumkvæðið lengst af í leiknum. Eftir fyrsta hluta var staðan 29-21 Skallagrími í vil og í hálfleik var staðan 58-39. Leikurinn var jafnari í…Lesa meira

true

Engin viðbrögð frá Veitum við kvörtun um ónothæft neysluvatn

Vilhjálmur Hjörleifsson íbúi á Varmalandi í Borgarfirði sendi opið bréf til Veitna 20. október síðastliðinn. Í gær, sunnudaginn 9. nóvember, hafði hann engin viðbrögð fengið. Þar ítrekar Vilhjálmur afar slök gæði neysluvatns í Grábrókarveitu, sem meðal annars er lögð um sveitir neðan við Hreðavatn og að Borgarnesi. Í bréfinu skrifar Vilhjálmur m.a: „Laugardaginn 18. október…Lesa meira

true

Fá jólagjafir úr heimabyggð

Í ár tekur Snæfellsbær upp nýtt fyrirkomulag við jólagjafir til handa starfsfólks sveitarfélagsins og stefnt að því að þær verði hjá verslunar- og þjónustuaðilum í sveitarfélaginu. Sama fyrirkomulag er viðhaft í fleiri sveitarfélögum á Vesturlandi. „Snæfellsbær auglýsir því eftir verslunar- og þjónustuaðilum í Snæfellsbæ sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru…Lesa meira

true

Þurftu að vera íbúar 6. nóvember til að mega kjósa um sameiningu

Viðmiðunardagur kjörskrár vegna íbúakosningar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra var á hádegi fimmtudaginn 6. nóvember síðastliðinn. Viðmiðunardagur kjörskrár segir til um hvort kjósandi getur greitt atkvæði um sameiningu í komandi kosningum. Kosningarréttur er skv. 2. gr. reglugerðar nr. 922/2023, um íbúakosningar sveitarfélaga. Rétt til þátttöku í íbúakosningunni eiga allir íslenskir og norrænir íbúar sem…Lesa meira

true

Umferð óheimil um hluta Digranesgötu

Vegna tenginga við verðandi þvottastöð verður lokað fyrir umferð á hluta Digranesgötu í Borgarnesi í dag og skert aðgengi að bílastæði við Arion banka og ráðhús Borgarbyggðar. Lokunin tekur gildi í dag, mánudaginn 10. nóvember, og stendur til og með föstudeginum 14. nóvember. Hjáleið verður um bílaplan Brúartorgs 6. „Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum…Lesa meira

true

Fjölmenni fagnaði sextíu ára afmæli Heiðarskóla – myndasyrpa

Í dag eru 60 ár liðin frá því skólahald hófst í þá nýbyggðu húsi á Leirá í Leirársveit. Að skólanum stóðu sveitarfélögin sunnan Skarðsheiðar sem síðar sameinuðust í Hvalfjarðarsveit. Haldið var upp á afmælið með veglegri dagskrá og veislu í Heiðarskóla síðastliðinn föstudag. Fjölmenni mætti, núverandi og fyrrverandi nemendur og starfsmenn og fleira fólk úr…Lesa meira

true

Enginn slasaðist þegar rúta fór útaf veginum á Skarðsströnd

Síðdegis í gær barst björgunarsveitinni Ósk í Búðardal útkall vegna rútu sem hafði lent út af veginum á Skarðsströnd í Dölum, skammt frá bænum Klifmýri. 45 farþegar voru um borð, en ekki urðu nein slys á fólki. Björgunarsveitin fór á staðinn á eigin tækjum auk þess að útvega stærri fólksflutningabíl til að ferja farþega rútunnar…Lesa meira

true

Álftafjörður leynir á sér

Rannsókn sem Náttúrustofa Vesturlands gerði fyrir Vegagerðina bendir til að náttúra Álftafjarðar á norðanverðu Snæfellsnesi sé merkilegri en áður var talið. Náttúrustofan flokkaði og kortlagði vistgerðir í fjörum og á grunnsævi Álftafjarðar til að auðvelda mat á umhverfisáhrifum mögulegrar þverunar fjarðarins. Helstu niðurstöðurnar voru þær að svæðið er að mestu samsett úr þremur jafnalgengum vistgerðum;…Lesa meira

true

Sýndu í fyrsta skipti nýtt fjölnota íþróttahús – myndasyrpa

Síðdegis í gær bauðst íbúum í Borgarbyggð og öðrum gestum að skoða framkvæmdir við byggingu nýs fjölnota íþróttahúss við Skallagrímsvöll í Borgarnesi. Húsið er nú fokhelt og eru framkvæmdir á vegum Ístaks á undan áætlun. Sem fyrr er gert ráð fyrir að taka húsið í notkun í ágúst á næsta ári. Á viðburðinum hélt Guðveig…Lesa meira