Fréttir
Fjölnota íþróttahús við Skallagrímsvöll. Ljósmyndir: mm

Sýndu í fyrsta skipti nýtt fjölnota íþróttahús – myndasyrpa

Síðdegis í gær bauðst íbúum í Borgarbyggð og öðrum gestum að skoða framkvæmdir við byggingu nýs fjölnota íþróttahúss við Skallagrímsvöll í Borgarnesi. Húsið er nú fokhelt og eru framkvæmdir á vegum Ístaks á undan áætlun. Sem fyrr er gert ráð fyrir að taka húsið í notkun í ágúst á næsta ári. Á viðburðinum hélt Guðveig Lind Eyglóardóttir forseti sveitarstjórnar ávarp en síðan buðu Ístak og Efla gestum upp á veitingar.