Fréttir

true

Auknar heimildir starfsmanna til að fjarlægja bílflök

Bæjarráð Stykkishólms samþykkti á dögunum að veita starfsmönnum sveitarfélagsins auknar heimildir til þess að taka ákvörðun um að fjarlægja lausafjármuni af svæðum í eigu eða umsjón sveitarfélagsins í því skyni að tryggja heilnæmt, snyrtilegt og öruggt umhverfi í sveitarfélaginu. Í samþykkt bæjarráðsins kemur fram að Sveitarfélagið Stykkishólmur leggi ríka áherslu á að bæjarumhverfi sé snyrtilegt,…Lesa meira

true

Sigríður Björk lætur af embætti ríkislögreglustjóra

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur orðið við beiðni Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra um að láta af embætti. Þetta var niðurstaða fundar þeirra beggja í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Jafnframt mun ráðherra flytja Sigríði Björk í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kyndbundnu ofbeldi, en sú staða heyrir undir dómsmálaráðuneytið. Einnig hefur…Lesa meira

true

Snæfell hafði betur gegn Stjörnunni b

Snæfell lék sinn fjórða leik í 1. deild kvenna í körfuknattleik þegar lið Stjörnunnar b kom í heimsókn í Stykkishólm á laugardaginn. Leikurinn var leikur tveggja jafnra liða og skiptust liðin á að leiða. Að loknum fyrri hálfleik var staðan 25-29 Stjörnunni b í vil. Í síðari hálfleik náðu Snæfellskonur frumkvæðinu og höfðu sigur að…Lesa meira

true

Snæfell og Skallagrímur jöfn að stigum

Skallagrímsmenn fengu lið Fylkis í heimsókn á föstudagskvöldið þegar fimmta umferð í 1. deild karla í körfuknattleik fór fram. Lið Fylkis var fyrir leikinn án stiga í deildinni. Lið Skallagríms hafði frumkvæðið lengst af í leiknum. Eftir fyrsta hluta var staðan 29-21 Skallagrími í vil og í hálfleik var staðan 58-39. Leikurinn var jafnari í…Lesa meira

true

Engin viðbrögð frá Veitum við kvörtun um ónothæft neysluvatn

Vilhjálmur Hjörleifsson íbúi á Varmalandi í Borgarfirði sendi opið bréf til Veitna 20. október síðastliðinn. Í gær, sunnudaginn 9. nóvember, hafði hann engin viðbrögð fengið. Þar ítrekar Vilhjálmur afar slök gæði neysluvatns í Grábrókarveitu, sem meðal annars er lögð um sveitir neðan við Hreðavatn og að Borgarnesi. Í bréfinu skrifar Vilhjálmur m.a: „Laugardaginn 18. október…Lesa meira

true

Fá jólagjafir úr heimabyggð

Í ár tekur Snæfellsbær upp nýtt fyrirkomulag við jólagjafir til handa starfsfólks sveitarfélagsins og stefnt að því að þær verði hjá verslunar- og þjónustuaðilum í sveitarfélaginu. Sama fyrirkomulag er viðhaft í fleiri sveitarfélögum á Vesturlandi. „Snæfellsbær auglýsir því eftir verslunar- og þjónustuaðilum í Snæfellsbæ sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru…Lesa meira

true

Þurftu að vera íbúar 6. nóvember til að mega kjósa um sameiningu

Viðmiðunardagur kjörskrár vegna íbúakosningar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra var á hádegi fimmtudaginn 6. nóvember síðastliðinn. Viðmiðunardagur kjörskrár segir til um hvort kjósandi getur greitt atkvæði um sameiningu í komandi kosningum. Kosningarréttur er skv. 2. gr. reglugerðar nr. 922/2023, um íbúakosningar sveitarfélaga. Rétt til þátttöku í íbúakosningunni eiga allir íslenskir og norrænir íbúar sem…Lesa meira

true

Umferð óheimil um hluta Digranesgötu

Vegna tenginga við verðandi þvottastöð verður lokað fyrir umferð á hluta Digranesgötu í Borgarnesi í dag og skert aðgengi að bílastæði við Arion banka og ráðhús Borgarbyggðar. Lokunin tekur gildi í dag, mánudaginn 10. nóvember, og stendur til og með föstudeginum 14. nóvember. Hjáleið verður um bílaplan Brúartorgs 6. „Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum…Lesa meira

true

Fjölmenni fagnaði sextíu ára afmæli Heiðarskóla – myndasyrpa

Í dag eru 60 ár liðin frá því skólahald hófst í þá nýbyggðu húsi á Leirá í Leirársveit. Að skólanum stóðu sveitarfélögin sunnan Skarðsheiðar sem síðar sameinuðust í Hvalfjarðarsveit. Haldið var upp á afmælið með veglegri dagskrá og veislu í Heiðarskóla síðastliðinn föstudag. Fjölmenni mætti, núverandi og fyrrverandi nemendur og starfsmenn og fleira fólk úr…Lesa meira

true

Enginn slasaðist þegar rúta fór útaf veginum á Skarðsströnd

Síðdegis í gær barst björgunarsveitinni Ósk í Búðardal útkall vegna rútu sem hafði lent út af veginum á Skarðsströnd í Dölum, skammt frá bænum Klifmýri. 45 farþegar voru um borð, en ekki urðu nein slys á fólki. Björgunarsveitin fór á staðinn á eigin tækjum auk þess að útvega stærri fólksflutningabíl til að ferja farþega rútunnar…Lesa meira