
Rannsókn sem Náttúrustofa Vesturlands gerði fyrir Vegagerðina bendir til að náttúra Álftafjarðar á norðanverðu Snæfellsnesi sé merkilegri en áður var talið. Náttúrustofan flokkaði og kortlagði vistgerðir í fjörum og á grunnsævi Álftafjarðar til að auðvelda mat á umhverfisáhrifum mögulegrar þverunar fjarðarins. Helstu niðurstöðurnar voru þær að svæðið er að mestu samsett úr þremur jafnalgengum vistgerðum;…Lesa meira








