Fréttir
Norðurál á Grundartanga. Ljósm. mm

Vonir um að samdráttur vari ekki lengur en í ár

Stjórnendur Norðuráls á Grundartanga vonast til þess að framleiðsla fyrirtækisins geti verið komin í full afköst eftir 11-12 mánuði. Í samtali við Skesshorn í morgun sagði Sólveig Bergmann framkvæmdastjóri samskipta og samfélagsmála Norðuráls það niðurstöðu eftir viðræður að undanförnu við birgja að varahlutum. Jafnframt væri unnið hörðum höndum að finna færa leið til þess að gera við biluðu spennana tímabundið. Tækist það yrði samdrátturinn skemmri. Vonaðist hún til þess að niðurstaða kæmist í það mál fljótlega.