
Listaverkið Handan móðunnar miklu eftir Sigrúnu Jónsdóttur
Kapella Brákarhlíðar fékk listaverk að gjöf
Fyrir nokkru barst nýuppgerðri kapellu Brákarhlíðar í Borgarnesi höfðingleg gjöf. Það er listaverkið Handan móðunnar miklu, eftir Sigrúnu Jónsdóttur listakonu frá Vík í Mýrdal. Gefandi er frú Hugrún Valný Guðjónsdóttir fv. prestsfrú í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og börn hennar og séra Jóns Eyjólfs Einarssonar. Sveitungar Jóns og Hugrúnar, prests- og prófastshjóna, gáfu þeim verkið á sínum tíma.