
Lilja gefur út sína fjórðu bók
Ný skáldsaga, Feluleikir, eftir Lilju Magnúsdóttur frá Hraunsnefi er komin út. Þetta er saga um fólk sem lendir óvæntum aðstæðum sem það hefur enga stjórn á. Sagan gerist í Fljótshverfi á Síðu, í Öræfasveit, í Reykjavík og á heiðum Austurlands þar sem verið er að byggja virkjun. Aðalpersónan Arna er snillingur í að segja sögur og er að skrifa kvikmyndahandrit þegar óvæntir atburðir setja allt úr skorðun. Fólkið í kringum hana hefur áhyggjur af henni: „Aumingja unga konan sem stendur með elskhuganum, og hann í fangelsi grunaður um líkamsárás, eða jafnvel morðtilraun. Ætlaði hún virkilega að halda áfram með svona manni?“ Elskhuginn er sjarmerandi á allan hátt en Arna óttast að hann sé með fleiri konum. Í leit að sannleikanum kemst Arna að ýmsu um elskhugann, kynnist föður sínum og finnur óvænt nokkuð sem hafði verið falið mjög lengi.