Fréttir
Það var öflug trommusveit sem skapaði þéttan takt gegn einelti.

Trommað kröftuglega gegn einelti á Akranesi

Á morgun er alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Af því tilefni komu allir nemendur Brekkubæjarskóla og Grundaskóla á Akranesi saman í morgun við Stillholt. Þar trommuðu krakkarnir í alls sjö mínútur, sem er táknrænt fyrir hvern dag vikunnar sem við viljum hafa eineltislausan.