
Frá heimsókninni í Grundarfjörð. Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri, Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari og Guðmundur Ingi Kristinsson ráðherra.
Ráðherra heimsótti Fjölbrautaskóla Snæfellinga
Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, heimsótti Fjölbrautaskóla Snæfellinga í gær. Heimsóknin var í tengslum við boðað samráð um fyrirhugaðar breytingar á skipulagi opinberra framhaldsskóla. „Markmið breytinganna er að efla framhaldsskólastigið, styrkja starfsemi skólanna og bæta þjónustu við nemendur um land allt,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.