Fréttir

true

Ráðherra heimsótti Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, heimsótti Fjölbrautaskóla Snæfellinga í gær. Heimsóknin var í tengslum við boðað samráð um fyrirhugaðar breytingar á skipulagi opinberra framhaldsskóla. „Markmið breytinganna er að efla framhaldsskólastigið, styrkja starfsemi skólanna og bæta þjónustu við nemendur um land allt,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Í heimsókninni ræddi Guðmundur Ingi við kennara, starfsfólk…Lesa meira

true

Trommað kröftuglega gegn einelti á Akranesi

Á morgun er alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Af því tilefni komu allir nemendur Brekkubæjarskóla og Grundaskóla á Akranesi saman í morgun við Stillholt. Þar trommuðu krakkarnir í alls sjö mínútur, sem er táknrænt fyrir hvern dag vikunnar sem við viljum hafa eineltislausan. Nemendur mynduðu hring og inn í honum var trommusveit sem sló taktinn. Krakkarnir…Lesa meira

true

Valur hafði sigur á ÍA í jöfnum leik

Sjötta umferð Bónus deildar karla í körfuknattleik hófst í gærkvöldi með leik ÍA og Vals í vígsluleik AvAir hallarinnar við Jaðarsbakka. Fyrir leikinn voru liðin á svipuðum slóðum í neðri hluta deildarinnar. Spennustigið var hátt og má segja að svo hafi verið allan leikinn. Í stuttu máli sagt höfðu Valsmenn frumkvæðið allan leikinn. Skagamenn höfðu…Lesa meira

true

Vonir um að samdráttur vari ekki lengur en í ár

Stjórnendur Norðuráls á Grundartanga vonast til þess að framleiðsla fyrirtækisins geti verið komin í full afköst eftir 11-12 mánuði. Í samtali við Skesshorn í morgun sagði Sólveig Bergmann framkvæmdastjóri samskipta og samfélagsmála Norðuráls það niðurstöðu eftir viðræður að undanförnu við birgja að varahlutum. Jafnframt væri unnið hörðum höndum að finna færa leið til þess að…Lesa meira

true

Kapella Brákarhlíðar fékk listaverk að gjöf

Fyrir nokkru barst nýuppgerðri kapellu Brákarhlíðar í Borgarnesi höfðingleg gjöf. Það er listaverkið Handan móðunnar miklu, eftir Sigrúnu Jónsdóttur listakonu frá Vík í Mýrdal. Gefandi er frú Hugrún Valný Guðjónsdóttir fv. prestsfrú í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og börn hennar og séra Jóns Eyjólfs Einarssonar. Sveitungar Jóns og Hugrúnar, prests- og prófastshjóna, gáfu þeim verkið á…Lesa meira

true

Ævintýraheimur íslenskra fugla

Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út barnabókina; Ævintýraheimur íslenskra fugla 1. Bókin er skrifuð af Sigurði Ægissyni og ætluð aldurshópnum 1–12 ára. Bókin er hugsuð þannig, að pabbi, mamma, afi eða amma eða þá eldri systkini lesi úr henni fyrir þau allra yngstu á kvöldin og e.t.v. spjalli um innihaldið, en önnur, sem komin eru í…Lesa meira

true

Mannréttindasáttmálar gera ekki kröfu um jöfnun atkvæðavægis

Líkt og kom fram í frétt Skessuhorns fyrr í vikunni hefur Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sett á fót starfshóp sem falið er að undirbúa breytingar á kosningalögum til að auka jafnræði í atkvæðavægi og þingsætadreifingu. Nefndi ráðherrann að með því sé stigið gott skref í átt að auknu jafnræði gagnvart mikilvægum borgaralegum réttindum sem kosningarétturinn…Lesa meira

true

Skammhlaup í Fjölbrautaskóla Vesturlands – myndasyrpa

Í dag fer árlegt Skammhlaup fram í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þá er hefbundið skólahald brotið upp síðari hluta dags. Í hádeginu var boðið upp á pylsur og gos en eftir það var gengið fylktu liði niður í Íþróttahúsið við Vesturgötu þar sem keppni fór fram í ýmsum óhefðbundnum íþróttagreinum. Blaðamaður Skessuhorns leit við og…Lesa meira

true

Heilbrigðiseftirlit vill aðstoða við hreinsanir lóða

Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2026, sem Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hefur sent sveitarfélögum á starfssvæði sínu til umsagnar, er gerð tillaga um ráðningu nýs starfsmanns, sem greiddur verður af sveitarfélögunum í hlutfalli við íbúatölu og mun sinna tiltektum á lóðum og lendum á Vesturlandi og í Kjósarhreppi. Málið var rætt á aðalfundi Heilbrigðiseftirlitsins fyrr á þessu ári.…Lesa meira

true

Tilkynningum til barnaverndar fjölgar

Á fyrstu sex mánuðum ársins bárust barnavernd á landinu öllu 9.610 tilkynningar en þær voru 8.515 á sama tíma á síðasta ári. Er því um að ræða 12,9% fjölgun tilkynninga á milli ára. Fjölgun tilkynninga á milli ára var mest í nágrenni Reykjavíkur um 19,4% og á landsbyggðinni um 17,8%. Fjölgunin var minni í Reykjavík…Lesa meira