
Hluti hópsins áður en haldið var niður á Vesturgötu. Ljósm. mm
Skammhlaup í Fjölbrautaskóla Vesturlands – myndasyrpa
Í dag fer árlegt Skammhlaup fram í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þá er hefbundið skólahald brotið upp síðari hluta dags. Í hádeginu var boðið upp á pylsur og gos en eftir það var gengið fylktu liði niður í Íþróttahúsið við Vesturgötu þar sem keppni fór fram í ýmsum óhefðbundnum íþróttagreinum. Blaðamaður Skessuhorns leit við og getur vottað að gleðin réði ríkjum þegar kennarar stýrðu keppni milli liða í öllum regnbogans litum. Má þar nefna þrautabraut, stígvélakast, sipp, limbó, kaðlaklifur og margt fleira. Eftir dagskrá þar var haldið heim í skóla. Í kvöld verður svo ball í skólanum. Við leyfum myndum að tala sínu máli.