Fréttir

true

Lionsmenn i Ólafsvík minnast siglingarsögunnar

Lionsklúbbur Ólafsvíkur hefur í hyggju að reisa listaverkið 115 ár eftir Þór Magnússon við Hrafnabjörg, austan við Ólafsvík. Listaverkið verður um þrír og hálfur metri að hæð og fjórir metrar í þvermál. Markmið verksins er að varðveita minningu um mikilvæga siglingasögu Ólafsvíkur og leggja áherslu á tengsl samfélagsins við sjóinn, Jökulinn og samstöðu bæjarbúa í…Lesa meira

true

Tónleikar til styrktar góðu málefni

Þriðjudaginn 28. október voru haldnir örtónleikar í Grundarfjarðarkirkju. Þar spilaði Þorkell Máni Þorkelsson organisti undir og Sylvía Rún Guðnýjardóttir söng af mikilli innlifun. Enginn aðgangseyrir var rukkaður en fólki var bent á að styrkja gott málefni. Þau Sylvía og Máni ákváðu að láta þann aðgangseyrir sem safnaðist renna óskertan til Herdísar og Óla sem eru…Lesa meira

true

Þrjátíu ár af Orku

Orkan er 30 ára í dag. „Frá opnun hefur markmið Orkunnar ávallt verið á lægra verð og að bjóða viðskiptavinum bestu þjónustuupplifun. Björn Erlingsson hefur starfað hjá Orkunni frá stofnun og rifjar upp að við opnun á stöðvunum var hægt að greiða með greiðslukortum og peningaseðlum sem þótti stórt skref á þeim tíma, að geta…Lesa meira

true

Heiðarskóli fagnar sextíu ára afmæli

Sunnudaginn 9. nóvember verða 60 ár liðin frá því að Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit hóf starfsemi sína. Af því tilefni verður haldið upp á þennan merkisdag föstudaginn 7. nóvember með opnu húsi í skólanum frá kl. 10-14. Fjölbreytt dagskrá verður í boði af þessu tilefni. Frá kl. 10-11 verður sýning nemenda skólans um átthagaþema þar sem…Lesa meira

true

Reisugildi fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi

Talsverð tímamót verða í Borgarbyggð á fimmtudaginn þegar reisugildi hins nýja fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi verður haldið hátíðlegt. Fyrsta skóflustunga að húsinu var tekin 20. mars á þessu ári og verklok eru áætluð í ágúst á næsta ári. Nú er allt stálvirki hússins komið upp, steypuvinnu er lokið og er nú unnið að einangrun og…Lesa meira

true

Fyrstu framlög Jöfnunarsjóðs samkvæmt nýju mati

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um fyrstu áætlun almennra framlaga sjóðsins vegna málefna fatlaðs fólks árið 2026. Áætlunin byggir á nýrri reglugerð um úthlutun framlaganna. Hún var sett í kjölfar nýrra heildarlaga um jöfnunarsjóðinn sem samþykkt voru frá Alþingi í sumar. Þau tóku hliðsjón af samningi ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun…Lesa meira

true

Áætluð framlög vegna þjónustu við farsæld barna

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um áætluð framlög til að mæta kostnaði sveitarfélaga vegna samþættingar í þjónustu farsældar barna. Samtals eru áætluð framlög ársins 2026 að fjárhæð 1.044 milljónir króna. Markmið laga um farsæld barna er að sjá til þess að börn og foreldrar hafi greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem…Lesa meira

true

Dregið í VÍS bikarnum

Dregið var í 16 liða úrslit VÍS bikars karla og kvenna í dag. 16 liða úrslitin verða leikin dagana 13.-15. desember nk. og dregið verður í átta liða úrslit keppninnar 17. desember. VÍS bikarúrslitin sjálf verða leikin dagana 3.-8. febrúar 2026 í Smáranum. Í VÍS bikar karla verða leikdagar 14.-15. desember. Þar fær Snæfell lið…Lesa meira

true

Synjun á virkjunarframkvæmdum í Kúhallará stendur

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála staðfesti með úrskurði sínum á föstudaginn þá ákvörðun sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar að hafna eigendum jarðarinnar Þórisstaða um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu fallpípu og gerð vegslóða vegna fyrirhugaðrar virkjunar í Kúhallará í Svínadal í Hvalfjarðarsveit. Forsaga málsins er sú að í desember 2023 var sótt um framkvæmdaleyfi til Hvalfjarðarsveitar vegna vatnsaflsvirkjunar í Kúhallará. Í…Lesa meira

true

Ný tækifæri fyrir íbúa Vesturlands

Fimmtudaginn 6. nóvember verður formlega opnaður nýr nýsköpunarklasi á Hvanneyri í tengslum við UNIgreen-háskólasambandið. Með klasanum tengist Vesturland beint við öflugt alþjóðlegt samstarf átta háskóla í Evrópu sem leggja áherslu á sjálfbæran landbúnað, líftækni og matvælaiðnað framtíðarinnar. Vettvangur fyrir hugmyndir og ný fyrirtæki „Markmið klasans er að skapa lifandi vettvang þar sem hugmyndir geta þróast…Lesa meira