Fréttir

true

Talsverð eftirspurn eftir mjólkurkvóta

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn 3. nóvember sl. Atvinnuvegaráðuneytinu bárust 38 gild tilboð um kaup en sölutilboð voru 12. Í gildi er ákvörðun ráðherra um að hámarksverð skuli vera þrefalt afurðastöðvaverð, sem við lok tilboðsfrests var 423 kr. fyrir hvern lítra. Við opnun tilboða kom fram jafnvægisverðið 250 kr./ltr og voru seljendur með…Lesa meira

true

Tveir markaðir samtímis á Akranesi

Síðastliðinn laugardag voru markaðir haldir á tveimur stöðum samtímis á Akranesi. Handverksmarkaður var í sal eldri borgara að Dalbraut 4. Þá var nytja- og handverksmarkaður í sal Fjölbrautaskóla Vesturlands einnig frá klukkan 11-14. „Endurnýtum og kaupum heimagert,“ var þema markaðarins í fjölbrautaskólanum, ekki ósvipað og var í sal FEBAN.Lesa meira

true

Vilja leyfa fuglaveiði á kornökrum utan hefbundins veiðitíma

Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknarflokksins og þrír aðrir þingmenn Framsóknarflokks og Miðflokks hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um leyfi til veiða á álft, grágæs, heiðagæs og helsingja utan hefðbundins veiðitíma. Lagt er til að Alþingi álykti að fela umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að útbúa tillögur um heimild til tímabundinna og skilyrtra veiða…Lesa meira

true

Gísli kaupir meirihluta í Jörfa á Hvanneyri

Nýverið var gengið frá samningum um kaup Vélafólksins ehf., sem er í meirihlutaeigu Gísla Jósefssonar, á stærstum hluta í verktakafyrirtækinu Jörfa ehf. á Hvanneyri. Fyrirtækið var stofnað árið 1978. Haukur Júlíusson er einn af sex stofnendum fyrirtækisins og hefur verið driffjöðrin í rekstri þess alla tíð. Hann mun þó til að byrja með, ásamt Ingibjörgu…Lesa meira

true

Skallagrímur landaði sigri en Snæfell tapaði í Kórnum

Það var ólíkt gengi Vesturlandsliðanna í 1. deild karla í körfuknattleik þegar fjórðu umferð deildarinnar lauk á föstudaginn. Bæði liðin lögðu land undir fót. Lið Skallagríms hélt í Hveragerði þar sem það mætti Hamri. Skallagrímsmenn höfðu frumkvæðið nánast allan leikinn. Leiddu með sjö stigum eftir fyrsta leikhluta og í hálfleik var staðan 50-58. Það var…Lesa meira

true

Starf iðjuþjálfa auglýst fyrir verkefnið Gott að eldast

Verkefninu Gott að eldast var hrundið af stað sem samvinnuverkefni Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis fyrir rúmum tveimur árum. Það snýst meðal annars um að finna úrræði í samfélaginu til að auka félagslega virkni eldra fólks. Eldra fólk skal búin tækifæri til að njóta lífsins á efri árum með áherslu á virkt samfélagslegt hlutverk og…Lesa meira

true

Fyrirmyndarfyrirtæki aldrei verið fleiri á Vesturlandi

Að þessu sinni eru 54 fyrirtæki á Vesturlandi sem komast á lista Creditinfo yfir fyrirmyndarfyrirtæki árið 2025. Hafa þau aldrei verið fleiri en nú, átta fleiri en á síðasta ári. Nokkur bætast á þennan eftirsótta lista eins og gengur en önnur hafa fallið af honum af ýmsum ástæðum. Creditinfo veitti viðurkenningar í síðustu viku. Á…Lesa meira

true

Gátlisti til eflingar fjölbreytni í sveitarstjórnum

Jafnréttisstofa hefur gefið út nýjan gátlista sem miðar, að sögn Jafnréttisstofu, að því að styðja sveitarstjórnir í að efla fjölbreytni og inngildingu í stjórnsýslunni. Fram kemur á heimasíðu Jafnréttisstofu að íslenskt samfélag einkennist af fjölbreytileika; „en sú fjölbreytni endurspeglast enn ekki nægilega í samsetningu sveitarstjórna né í ákvarðanatöku þeirra,“ segir orðrétt. Gátlistinn byggir á fimm…Lesa meira

true

Cruise Iceland heimsótti Snæfellsnes

Sigurður Jökull Ólafsson framkvæmdastjóri Cruise Iceland var á ferð um Snæfellsnes miðvikudaginn 15. október síðastliðinn. Tilgangur heimsóknarinnar var að ræða við félagsmenn í Cruise Iceland og fara yfir nýjustu vendingar varðandi innviðagjald á skemmtiferðaskip og afnám tollfrelsis á skemmtiferðaskip í hringsiglingum. Eins og kunnugt er hefur innviðagjald sem ríkisstjórnin hefur boðað dregið úr bókunum skemmtiferðaskipa…Lesa meira

true

Pósturinn afnemur öll afsláttarkjör til stórnotenda

Á heimasíðu Íslandspósts má nú lesa svohljóðandi tilkynningu: „Frá og með 1. desember 2025 mun Pósturinn fella úr gildi öll afsláttarkjör á 0-2.000 gramma bréfum innanlands.“ Hún lætur ekki mikið yfir sér þessi tilkynning en mun engu að síður hafa afgerandi þýðingu fyrir alla sem senda til dæmis magnpóst til áskrifenda, þ.e. fleiri en 100…Lesa meira