
Gátlisti til eflingar fjölbreytni í sveitarstjórnum
Jafnréttisstofa hefur gefið út nýjan gátlista sem miðar, að sögn Jafnréttisstofu, að því að styðja sveitarstjórnir í að efla fjölbreytni og inngildingu í stjórnsýslunni. Fram kemur á heimasíðu Jafnréttisstofu að íslenskt samfélag einkennist af fjölbreytileika; „en sú fjölbreytni endurspeglast enn ekki nægilega í samsetningu sveitarstjórna né í ákvarðanatöku þeirra,“ segir orðrétt.