
Svipmynd úr Laugardalshöllinni sl. fimmtudag þegar fulltrúar fyrirmyndafyrirtækja mættu. Ljósm. CI
Fyrirmyndarfyrirtæki aldrei verið fleiri á Vesturlandi
Að þessu sinni eru 54 fyrirtæki á Vesturlandi sem komast á lista Creditinfo yfir fyrirmyndarfyrirtæki árið 2025. Hafa þau aldrei verið fleiri en nú, átta fleiri en á síðasta ári. Nokkur bætast á þennan eftirsótta lista eins og gengur en önnur hafa fallið af honum af ýmsum ástæðum. Creditinfo veitti viðurkenningar í síðustu viku. Á landsvísu eru fyrirmyndarfyrirtæki Creditinfo 1.155 talsins, nánast sami fjöldi og á síðasta ári. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, ávarpaði gesti í Laugardalshöll þegar verðlaunin voru afhent. Ræddi hann m.a. um mikilvægi verðmætasköpunar fyrir hagvöxt. Nefndi að mikilvægt væri að fagna Framúrskarandi fyrirtækjum vegna þess að heilbrigð fyrirtæki væru undirstaða verðmætasköpunar í landinu.