Fréttir
Heiðarskóli. Ljósm. mm

Heiðarskóli fagnar sextíu ára afmæli

Sunnudaginn 9. nóvember verða 60 ár liðin frá því að Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit hóf starfsemi sína. Af því tilefni verður haldið upp á þennan merkisdag föstudaginn 7. nóvember með opnu húsi í skólanum frá kl. 10-14. Fjölbreytt dagskrá verður í boði af þessu tilefni. Frá kl. 10-11 verður sýning nemenda skólans um átthagaþema þar sem sögu skólans verða gerð skil.