Fréttir

true

Grundarfjarðarbær rýmkaði greiðslur vegna kvennaverkfalls

Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar ákvað á fundi sínum í gær að konur úr hópi bæjarstarfsmanna sem tóku þátt í kvennaverkfalli  2025 í Grundarfirði fái greidd laun allan daginn. Þetta er talsverð rýmkun frá því sem bæjarfélagið hafði upphaflega ákveðið. Forsaga málsins er sú að eftir að tilkynnt var um fyrirhugað kvennaverkfall beindi Grundarfjarðarbær þeim tilmælum til forstöðumanna…Lesa meira

true

Borgarbyggð afhenti umhverfisviðurkenningar

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar veitti í morgun árleg verðlaun fyrir snyrtilegar eignir í sveitarfélaginu. Þá var á sama tíma veitt samfélagsviðurkenning og sérstök viðurkenning að auki. Verðlaunað er fyrir snyrtilegt umhverfi íbúðarhúss í þéttbýli, snyrtilegustu bújörðina og fyrirtækið. Það var Sigrún Ólafsdóttir formaður nefndarinnar sem kynnti niðurstöðuna. Fyrirkomulagi er sem fyrr þannig að kallað er…Lesa meira

true

Fólk fari varlega í brattlendi vegna snjóflóðahættu

Talsverð snjókoma hefur verið á suðvesturhorni landsins og áfram er spáð mikilli snjókomu í dag. „Svæðisbundin snjóflóðaspá hefur verið uppfærð í appelsínugulan, sem þýðir töluverð hætta á snjóflóðum. Mikil óvissa hefur verið í veðurspám undanfarinn sólarhring, bæði hvað varðar tímasetningar og úrkomumagn. Nýjustu spár gera ráð fyrir mikilli úrkomu í kringum höfuðborgarsvæðið seinnipartinn og fram…Lesa meira

true

Viðbúnaðarstig fært upp í appelsínugult

Veðurstofan hefur hækkað viðbúnaðarstig vegna snjókomu og skafrennings um allt suðvestanvert landið í dag. Á spásvæðinu við Faxaflóa tekur appelsínugul viðvörun gildi klukkan 14 í dag og varir til miðnættis. “Það verður norðan 10-15 m/s og líkur á mikilli snjókomu og skafrenningi. Búast má við talsverðum samgöngutruflunum, einkum sunnantil á svæðinu. Fólk er hvatt til…Lesa meira

true

Smellur frumsýndur í Grundaskóla á sunnudaginn

Söngleikurinn Smellur er í anda 9. áratugarins, þar sem herðapúðar, blásið hár, andlitsfarði, mixteip og margt annað lummó ræður ríkjum. Sagan hefur því að geyma margar skemmtilegar og litríkar persónur, hraða atburðarás, kraftmikla tónlist og dans, sem allt blandast saman í skemmtilegan og litríkan hrærigraut. Tíundi bekkur í Grundaskóla frumsýnir Smell sunnudaginn 2. nóvember næstkomandi…Lesa meira

true

Finnbogi Laxdal bestur og Tómas Týr efnilegastur

Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson var valinn besti leikmaður Knattspyrnufélags Kára og Tómas Týr Tómasson efnilegasti leikmaður félagsins. Þetta var tilkynnt á sameiginlegu lokahófi Kára og ÍA sem haldið var á laugardagskvöldið. Jafnframt fékk markahæsti leikmaður Kára í sumar, Matthías Gunnarsson, verðlaun fyrir sína frammistöðu.Lesa meira

true

Viktor og Óli Grétar hirtu gullið

Þriggja kvölda hausttvímenningi Bridgefélags Borgarfjarðar lauk í gærkvöldi. Þetta var þriggja kvölda keppni þar sem tvö bestu skorin giltu til verðlauna. Það skipti engum togum að Skagamennirnir í hópnum, þeir Ólafur Grétar Ólafsson og Viktor Björnsson, sigruðu örugglega með ríflega 60% skori. Í öðru sæti urðu Eyjólfur Kristinn Örnólfsson og Lárus Pétursson og þriðju Gylfi…Lesa meira

true

Síðasta skemmtiferðaskip ársins lagðist að bryggju í morgun

Skemmtiferðaskipið Vasco da Gama skreið inn Grundarfjörð í myrkrinu í morgun. Skipið lagðist að bryggju og eftir að landfestar voru tryggðar fóru farþegar að streyma í land. Skipið er í 18 daga siglingu sem hófst í Kiel 20. október og lýkur í Hamburg 7. nóvember. Skipið kemur við í sex höfnum umhverfis Ísland og er…Lesa meira

true

Erla Karitas og Rúnar Már bestu leikmenn ÍA

Stuðningsmenn ÍA í knattspyrnu völdu Erlu Karitas Jóhannesdóttur og Rúnar Má Sigurjónsson bestu leikmenn félagsins í meistaraflokkum kvenna og karla í knattspyrnu. Verðlaunin voru afhent á lokahófi meistaraflokkanna sem haldið var á laugardagkvöldið. Knattspyrnufélag ÍA valdi Völu María Sturludóttur sem efnilegasta leikmann meistaraflokks kvenna og Elizabeth Bueckers var valin besti leikmaðurinn. Efnilegasti leikmaður meistaraflokks kvenna…Lesa meira

true

Snjó mun kyngja niður í dag

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna snjókomu suðvestanlands. Gildir hún frá klukkan 14 í dag á spásvæðinu við Faxaflóa – og þangað til í fyrramálið. „Það verður snjókoma eða slydda, staðbundið talsverð eða mikil úrkoma með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, einkum sunnantil á svæðinu.“ Vegagerðin bendir á í tilkynningu sem var að berast…Lesa meira