Fréttir

true

Með nýjum þjálfara verða alltaf einhverjar breytingar

Rætt við Tomasz Luba sem kominn er aftur til Ólafsvíkur Nýlega var Tomasz Luba ráðinn yfirþjálfari knattspyrnunnar hjá Víkingi Ólafsvík. Hann var leikmaður Víkings í átta ár og eftir að hann hætti að spila með liðinu tók hann að sér þjálfun yngri flokka í tvö ár. Fréttaritari Skessuhorns tók Tomasz tali og spurði hann hvað…Lesa meira

true

„Hefði aldrei trúað hvað það er gefandi að búa með býflugur“

segir Fanney Einarsdóttir sem býr í Árnesi við Andakílsárvirkjun Handtakið er þétt hjá sveitastelpunni Fanneyju Einarsdóttur sem tekur á móti blaðamanni í húsi sínu Árnesi við Andakílsárvirkjun í Borgarfirði. Hundurinn Trýna vill ekki heldur láta sitt eftir liggja að bjóða gestinn velkominn og sýnir öll sín bestu gestalæti. Í Árnesi býr Fanney með býflugur, selur…Lesa meira

true

Berg og Skipaskagi meðal búa sem tilnefnd eru sem ræktunarbú ársins

Fagráð í hrossarækt hefur valið tólf hrossaræktarbú og tilnefnt til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands fyrir ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 56 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Tilnefnd eru 12 efstu bú ársins að loknum útreikningi. Tilnefnd bú munu hljóta viðurkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2025 sem haldin verður í reiðhöll Spretts 8.…Lesa meira

true

Flókadalsá leigð til Stara ehf.

Um síðustu helgi var undirritaður leigusamningur milli Veiðifélags Flókadalsár og Stara ehf. þar sem Starir taka Flókadalsá á leigu til næstu tíu ára. Er þetta í fyrsta sinn sem áin er leigð út því frá upphafi hafa landeigendur sjálfir séð um sölu veiðileyfa í ánni. Í samtali við Skessuhorn segir Dagbjartur Arilíusson formaður veiðifélagsins að…Lesa meira

true

Kynningarfundur í Hvalfjarðarsveit um fyrirhugaða Galtarhöfn

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur boðað til kynningarfundar um fyrirhugaða aðalskipulagsbreytingu sem felur meðal annars í sér uppbyggingu stórskipahafnar í landi jarðarinnar Galtarlækjar sunnan við Grundartanga. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns samþykkti sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar nýlega að kynna tillögu á vinnslustigi um breytingu á aðalskipulagi jarðarinnnar Galtarlækjar. Breytingin felur í sér að athafnasvæði sem þegar…Lesa meira

true

Rokkveisla í Grundarfirði næsta laugardag

Það á eftir að hrikta í stoðum Samkomuhúss Grundarfjarðar næsta laugardag þegar hljómsveitirnar Bergmenn, Patronian og Duft stíga á stokk. Duft er nýðþung harðkjarna- og öfgarokksveit sem stofnuð var árið 2022 og hefur verið á miklu flugi síðan þeir gáfu út sína fyrstu plötu árið 2024. „Frumraunin Altar of Instant Gratification er full af hálsbrjótandi…Lesa meira

true

Fornfrægir Njarðvíkingar í heimsókn á Vesturgötunni

Þriðja umferð Bónusdeildar karla í körfuknattleik fer fram í kvöld. Lið Njarðvíkur kemur á Skipaskaga og mætir nýliðum ÍA í íþróttahúsinu á Vesturgötunni og hefst leikurinn kl. 19:15. Lið Njarðvíkur er í sögulegu ljósi einn af risunum í körfuknattleik þótt uppskera síðustu ára hafi ekki verið í takti við þá glæsilegu sögu. Hlutskipti liðanna tveggja…Lesa meira

true

Fyrsti kálfurinn af kyngreindu sæði borinn á Hvanneyri

Í gærkvöldi bar kýrin Birna 2309 sínum öðrum kálfi í Hvanneyrarbúinu. Ekki er það í frásögur færandi ef ekki væri fyrir það að kálfurinn sem hún bar er sá fyrsti sem kemur í heiminn á Íslandi eftir sæðingu með kyngreindu sæði. Nautkálfurinn er blendingur af Angus kyni og fékk nafnið Björn. Fæðing kálfsins markar tímamót…Lesa meira

true

Lokað fyrir umferð á hringveginum ofan við hesthúsahverfið í Borgarnesi

Í dag og fram til klukkan 18 í kvöld er þjóðvegur 1 lokaður fyrir allri umferð ofan við hesthúsahverfið í Borgarnesi. Umferð um þjóðveg 1 er því beint um Borgarfjarðarbraut, frá afleggjara á Seleyri og komið inn á hann aftur við Baulu í Stafholtstungum. „Til frekari útskýringar er á meðfylgjandi mynd sýndur kaflinn sem verður…Lesa meira

true

World Class opnað í næstu viku á Akranesi

Undanfarnar vikur hafa staðið yfir miklar framkvæmdir í eldra íþróttahúsinu við Jaðarsbakka á Akranesi. Þar er World Class að innrétta glæsilega líkamsræktarstöð en fyrirtækið tók sem kunnugt er húsið á leigu fyrr í sumar. Það eru starfsmenn Trésmiðju Akraness ásamt fjölda annarra iðnaðarmanna sem þar hafa staðið í ströngu að undanförnu. Að sögn Sigurjóns Bergsteinssonar…Lesa meira