Fréttir

true

Körfuboltinn tekur flugið

Þessa dagana minnir haustið á sig með ýmsu móti. Eitt af skemmtilegri merkjum þess er að keppnir í hinum svokölluðu inniíþróttum landsmanna hefjast. Það á ekki síst við um körfuknattleikinn. Spennan fyrir komandi keppnistímabili er án efa einna mest á Akranesi þar sem lið ÍA mun etja kappi í deild þeirra bestu í vetur, Bónus…Lesa meira

true

Sundfólk ÍA bikarmeistarar í annarri deild

Síðastliðinn laugardag fór Bikarmeistaramót Sundsambands Íslands fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Þar stóðu krakkar og ungmenni frá Sundfélagi Akraness sig frábærlega og unnu titilinn „bikarmeistarar í 2. deild.“ Mikil stemning ríkti á mótinu og var það með skemmtilegu sniði. Í ár voru gerðar breytingar á fyrirkomulagi bikarkeppninnar. Hingað til hafa sex lið keppt í 1.…Lesa meira

true

Flugfélagið Play gjaldþrota

Flugfélagið Play er hætt starfsemi og verður óskað eftir gjaldþrotaskiptum félagsins síðar í dag. Fjögur hundruð manns missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi, þar sem margir eru nú strandaglópar á erlendri grundu. Þeir sem greitt hafa fyrir ferðir með greiðslukorti ættu að vera í skástri stöðu, en hver og einn þarf nú…Lesa meira

true

Hefja spilamennsku í kvöld

Hefðbundnum briddsfélögum hefur snarfækkað á liðnum árum. Nú er svo komið að einungis eitt slíkt félag er reglulega starfandi á Vesturlandi, Bridgefélag Borgarfjarðar. Í kvöld verður komið saman við spilaborðin eftir sumarhlé og sem fyrr í félagsheimilinu Logalandi stundvíslega klukkan 19:30. Að sögn forsvarsmanna félagsins eru allir velkomnir til þátttöku, en fyrst í stað verða…Lesa meira

true

Lönduðu salti í höfnum á Snæfellsnesi

Hollenska flutningaskipið Eems Rover kom til Ólafsvíkur á laugardaginn og landaði 1500 tonnum af salti í stórsekkjum fyrir fiskvinnslur í Snæfellsbæ. Vertíðin er nú komin á fullt og mikil þörf á þessari vöru til söltunar á fiski. Skipið kom frá Grundarfirði þar sem það landið einnig. Eems Rover er 90 metrar að lengd, breidd þess…Lesa meira

true

Réttað í Reynisrétt

Akrafjall var smalað síðastliðinn laugardag. Leitarmenn fóru af stað í súld og hraglanda um morguninn en smám saman rættist úr veðri og var komin besta haustblíða þegar safnið rann niður snarbrattar fjallshlíðar áleiðis inn í Reynisrétt. Sjálf réttin er hlaðin af mikilli snilld af Sigurður heitnum frá Gerði og hamraveggurinn notaður sem aðhald. Þykir réttin…Lesa meira

true

Bleika slaufan er rósetta

Bleika slaufan er jafnan seld í október til stuðnings baráttunni gegn krabbameini. Slaufan í ár er rósetta, verðlaunagripur sem nældur er í hjartastað. „Efniviður slaufunnar að þessu sinni er textíll og sækir innblástur í handverkshefðina. Slaufan er tileinkuð öllum þeim hetjum sem lifa með krabbameini. Thelma Björk, höfundur slaufunnar, vinnur mikið með rósettur í sinni…Lesa meira

true

Átak til jarðhitaleitar á köldum svæðum

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur tilkynnt niðurstöður úr jarðhitaleitarátaki sem opnað var í vor. Markmið átaksins er að stuðla að aukinni nýtingu jarðhita til húshitunar á svæðum þar sem nú er notast við rafmagn eða olíu. Heildarfjárhæð sem úthlutað var er 1.032 m.kr. en alls bárust 48 umsóknir frá sveitarfélögum, orkufyrirtækjum og aðilum í þeirra…Lesa meira

true

Fjölmargir mættu til að taka upp kartöflur og gulrætur

Síðastliðinn laugardag bauð ungur bóndi í Bæjarsveit í Borgarfirði fólki að koma á akurinn og taka upp kartöflur og gulrætur í sjálftínslu. Fjölskyldur mættu og áttu góða stund við uppskerustörf. Búið var að losa um kartöflurnar sem lágu á yfirborðinu og biðu nýrra eigenda. Gulræturnar voru hins vegar teknar upp beint úr garðinum, stórar og…Lesa meira

true

Einn þýðingarmesti leikur Skagamanna í langan tíma

Það var mikil spenna í loftinu í aðdraganda leiks ÍA og KR á Akranesi í gær. Leikurinn var afar þýðingarmikill fyrir bæði lið sem berjast um að komast sem lengst frá fallsæti Bestu deildar. Fyrir leikinn var Afturelding á botninum með 22 stig, KR í næstneðsta með 24 og ÍA skammt ofan með 25. Leikurinn…Lesa meira