Íþróttir
Viktor Jónsson átti frábæran leik í framlínunni. Ljósm. fotbolti.net/Hafliði Breiðfjörð

Einn þýðingarmesti leikur Skagamanna í langan tíma

Það var mikil spenna í loftinu í aðdraganda leiks ÍA og KR á Akranesi í gær. Leikurinn var afar þýðingarmikill fyrir bæði lið sem berjast um að komast sem lengst frá fallsæti Bestu deildar. Fyrir leikinn var Afturelding á botninum með 22 stig, KR í næstneðsta með 24 og ÍA skammt ofan með 25. Leikurinn var spilaður við kjöraðstæður; 1.636 gestir voru á vellinum og stemningin eftir því. Það fór svo að lokum að ÍA hafði betur, sigraði með þremur mörkum gegn tveimur.