Fréttir

Bleika slaufan er rósetta

Bleika slaufan er jafnan seld í október til stuðnings baráttunni gegn krabbameini. Slaufan í ár er rósetta, verðlaunagripur sem nældur er í hjartastað. „Efniviður slaufunnar að þessu sinni er textíll og sækir innblástur í handverkshefðina. Slaufan er tileinkuð öllum þeim hetjum sem lifa með krabbameini. Thelma Björk, höfundur slaufunnar, vinnur mikið með rósettur í sinni hönnun og hefur alltaf verið heilluð af hlutverki þeirra. Þegar hún var að vinna hugmyndavinnuna fyrir Bleiku slaufuna leitaði hún í handavinnukisturnar sem hún erfði eftir ömmu sína og efst í einum bunkanum lá tilbúin slaufa eins og skilaboð til hennar. Hún setti í kjölfarið handbragð sitt á slaufuna og segir hönnunina vera eins konar samstarfsverkefni þeirra beggja,“ segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu.