
Svipmynd úr spilasalnum í Logalandi.
Hefja spilamennsku í kvöld
Hefðbundnum briddsfélögum hefur snarfækkað á liðnum árum. Nú er svo komið að einungis eitt slíkt félag er reglulega starfandi á Vesturlandi, Bridgefélag Borgarfjarðar. Í kvöld verður komið saman við spilaborðin eftir sumarhlé og sem fyrr í félagsheimilinu Logalandi stundvíslega klukkan 19:30. Að sögn forsvarsmanna félagsins eru allir velkomnir til þátttöku, en fyrst í stað verða stök tvímenningskvöld.