Íþróttir

Körfuboltinn tekur flugið

Þessa dagana minnir haustið á sig með ýmsu móti. Eitt af skemmtilegri merkjum þess er að keppnir í hinum svokölluðu inniíþróttum landsmanna hefjast. Það á ekki síst við um körfuknattleikinn. Spennan fyrir komandi keppnistímabili er án efa einna mest á Akranesi þar sem lið ÍA mun etja kappi í deild þeirra bestu í vetur, Bónus deildinni.  Að auki taka fleiri lið á Vesturlandi slaginn í þessari vinsælu íþrótt, bæði í karla- og kvennaflokki.  Því er ekki úr vegi að horfa yfir sviðið í upphafi deildakeppninnar.