Fréttir
Jón Björn Blöndal ungur og hugmyndaríkur bóndi í Bæjarsveit. Ljósmyndir: mm

Fjölmargir mættu til að taka upp kartöflur og gulrætur

Síðastliðinn laugardag bauð ungur bóndi í Bæjarsveit í Borgarfirði fólki að koma á akurinn og taka upp kartöflur og gulrætur í sjálftínslu. Fjölskyldur mættu og áttu góða stund við uppskerustörf. Búið var að losa um kartöflurnar sem lágu á yfirborðinu og biðu nýrra eigenda. Gulræturnar voru hins vegar teknar upp beint úr garðinum, stórar og einstaklega safaríkar. Uppskeran var svo seld eftir vigt gegn vægu gjaldi.

Fjölmargir mættu til að taka upp kartöflur og gulrætur - Skessuhorn