Fréttir
Jóna Guðrún Sigurgeirsdóttir, Sævar Ingi Jónsson frá Ásfelli og Ólafur Sigurgeirsson á Þaravöllum búa sig undir að reka inn í almenninginn. Ljósmyndir: mm

Réttað í Reynisrétt

Akrafjall var smalað síðastliðinn laugardag. Leitarmenn fóru af stað í súld og hraglanda um morguninn en smám saman rættist úr veðri og var komin besta haustblíða þegar safnið rann niður snarbrattar fjallshlíðar áleiðis inn í Reynisrétt. Sjálf réttin er hlaðin af mikilli snilld af Sigurður heitnum frá Gerði og hamraveggurinn notaður sem aðhald. Þykir réttin afar fallegt mannvirki. Fjölmargir nýttu tækifærið og kíktu í réttina. Féð var sem fyrr flest frá Þaravöllum en allflestir aðrir fjáreigendur flokkast líklega sem frístundabændur.