Fréttir

true

Fjandans, skrattans, hel*** djö***

Kallar Þórunn Edda Bjarnadóttir hrörnunarsjúkdóm sem hún er með – ein Íslendinga svo vitað sé Hún tekur á móti blaðamanni keyrandi um á hjólatík. Þórunn Edda Bjarnadóttir á Hvanneyri er með hörnunarsjúkdóminn FSHD, sem hún nefndi „Fjandans, skrattans, helvítis djöfull“ til að auðvelda fólki að muna heitið, þetta er erfðasjúkdómur og heitir Facioscapulohumeral muscular dystrophy,…Lesa meira

true

Könnun ekki leitt til breytinga á kjörskrá Skorradalshrepps

Könnun sú sem ráðist var í vegna lögheimilisskráninga í Skorradalshreppi á föstudaginn byggðist á heimild í 15. gr. laga um lögheimili og aðsetur að sögn Harnar Jónsdóttur lögfræðings hjá Þjóðskrá. Í ákvæðinu segir: „Þjóðskrá Íslands hefur eftirlit með framkvæmd laga þessara. Þjóðskrá Íslands er heimilt að leita aðstoðar lögreglu og Útlendingastofnunar í þeim tilgangi.“ Eins…Lesa meira

true

Fyrstu réttir landsins hafnar í Lundarreykjadal

Rétt í þessu var íslenski fáninn dreginn að húni við Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal í Borgarfirði og hófust þá fyrstu réttir landsins í kjölfarið. Það voru þeir félagarnir Jón Halldórsson og Unnsteinn Snorri Snorrason bóndi og réttarstjóri sem drógu fánann að húni. Strax í kjölfarið var fé rekið í fyrsta almenninginn í blíðskaparveðri. Reiknað er með…Lesa meira

true

Margfaldur aukakostnaður við niðurrif gamla sláturhússins í Brákarey

Byggðarráð Borgarbyggðar telur æskilegast að kláraður verði fyrri áfangi niðurrifs gamla sláturhússins í Brákarey þrátt fyrir að verkið hafi nú þegar farið fram úr kostnaðaráætlun. Hins vegar verði beðið með frekara niðurrif að sinni. Líkt og kom fram í fréttum Skessuhorns í sumar fól meirihluti Byggðarráðs Borgarbyggðar, þau Davíð Sigurðsson og Guðveig Eyglóardóttir,  sveitarstjóra að…Lesa meira

true

Skráning í ótilgreint hús veldur miklum vandræðum í daglegu lífi

Íbúi í sumarhúsi í Munaðarnesi segir farir sínar ekki sléttar eftir að hann fór að ráði Hagstofunnar og skráði sig til heimilis í ótilgreint hús. Skráningin hefur valdið honum miklum vandræðum sem ekki sér fyrir endan á. Landssamband sumarhúsaeigenda hefur árum saman barist fyrir auknum möguleikum við lögheimilisskráningu en lítið orðið ágengt. Jóhann Ólafson flutti…Lesa meira

true

Boðar aðgerðir til að bæta stöðu hinsegin fólks

Þorbjörg S Gunnarsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram í samráðsgátt stjórnvalda drög að nýrri aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks. Þar er að finna 32 aðgerðir sem miða að því að bæta stöðu og réttindi hinsegin fólks og tekur hún til áranna 2026-2029. Í henni er að finna aðgerðir á borð við réttarbætur, stuðning, fræðslu og…Lesa meira

true

Lögregla kannaði búsetu í Skorradalshreppi að beiðni Þjóðskrár

Lögreglan á Vesturlandi fór á föstudagskvöldið og kannaði búsetu á nokkrum heimilum í Skorradalshreppi að beiðni Þjóðskrár. Þetta staðfestir Ásmundur Kr. Ásmundsson yfirlögregluþjónn í samtali við Skessuhorn. Líkt og komið hefur fram í fréttum Skessuhorns hafa verið uppi talsverðar deilur í aðdraganda íbúakosninga um mögulega sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Meðal þess sem deilt er um…Lesa meira

true

Leggja til að heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga verði lögð niður

Á opnum fundi í dag kynntu Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Hanna Katrín Friðriksdóttir, atvinnuvegaráðherra, áform um stórfelldar breytingar á verkefnum heilbrigðiseftirlita sveitarfélaga. Eftirlitsverkefni verða að miklu leyti færð frá þeim til ríkisstofnana. Ráðherrarnir segja að ekki standi til að fækka störfum eða færa störf milli landshluta. Matvælaeftirlit færist til Matvælastofnunar og…Lesa meira

true

Selja forgangsorku nú til fyrirtækja á Norðurlandi

Vegna takmarkana í flutningskerfi raforku er orkuframboð á Norðurlandi nú meira en sunnanlands og því hægt að gera langtímasamninga um forgangsorku við fyrirtæki í þeim landshluta. Í tilkynningu frá Landsvirkjun kemur fram að fyrirtækið hafi gert samning við gagnaver atNorth á Akureyri um kaup gagnaversins á allt að 12 MW forgangsorku frá og með síðari…Lesa meira

true

Ekkert tilboð barst í byggingarétt á Sementsreitnum

Akraneskaupstaður óskaði í sumar eftir tilboðum í byggingarétt á þremur lóðum á Sementsreitnum þar sem; „um er að ræða einstaka staðsetningu í nálægð við Langasand, höfnina og gamla miðbæinn. Svæðið er hluti af stefnumótandi þróun í bænum þar sem lögð er áhersla á fjölbreytta byggð og öflugt samfélag,“ eins og sagði orðrétt í auglýsingum um…Lesa meira