
Sementsreiturinn á Akranesi. Ljósm. mm
Ekkert tilboð barst í byggingarétt á Sementsreitnum
Akraneskaupstaður óskaði í sumar eftir tilboðum í byggingarétt á þremur lóðum á Sementsreitnum þar sem; „um er að ræða einstaka staðsetningu í nálægð við Langasand, höfnina og gamla miðbæinn. Svæðið er hluti af stefnumótandi þróun í bænum þar sem lögð er áhersla á fjölbreytta byggð og öflugt samfélag,“ eins og sagði orðrétt í auglýsingum um útboðið.