
Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra héldu sameiginlegan kynningarfund um sameiginleg áform ráðuneytanna. Ljósm. Stjórnarráðið
Leggja til að heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga verði lögð niður
Á opnum fundi í dag kynntu Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Hanna Katrín Friðriksdóttir, atvinnuvegaráðherra, áform um stórfelldar breytingar á verkefnum heilbrigðiseftirlita sveitarfélaga. Eftirlitsverkefni verða að miklu leyti færð frá þeim til ríkisstofnana. Ráðherrarnir segja að ekki standi til að fækka störfum eða færa störf milli landshluta. Matvælaeftirlit færist til Matvælastofnunar og eftirlit með mengun og hollustuháttum til Umhverfis- og orkustofnunar, verði áform ráðherranna að veruleika. Tillögur þessar byggja m.a. á vinnu sem Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi umhverfisráðherra kynnti á síðasta kjörtímabili, en hlaut ekki hljómgrunn eða afgreiðslu þá.