Fréttir

true

Skráning í ótilgreint hús veldur miklum vandræðum í daglegu lífi

Íbúi í sumarhúsi í Munaðarnesi segir farir sínar ekki sléttar eftir að hann fór að ráði Hagstofunnar og skráði sig til heimilis í ótilgreint hús. Skráningin hefur valdið honum miklum vandræðum sem ekki sér fyrir endan á. Landssamband sumarhúsaeigenda hefur árum saman barist fyrir auknum möguleikum við lögheimilisskráningu en lítið orðið ágengt. Jóhann Ólafson flutti…Lesa meira

true

Boðar aðgerðir til að bæta stöðu hinsegin fólks

Þorbjörg S Gunnarsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram í samráðsgátt stjórnvalda drög að nýrri aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks. Þar er að finna 32 aðgerðir sem miða að því að bæta stöðu og réttindi hinsegin fólks og tekur hún til áranna 2026-2029. Í henni er að finna aðgerðir á borð við réttarbætur, stuðning, fræðslu og…Lesa meira

true

Lögregla kannaði búsetu í Skorradalshreppi að beiðni Þjóðskrár

Lögreglan á Vesturlandi fór á föstudagskvöldið og kannaði búsetu á nokkrum heimilum í Skorradalshreppi að beiðni Þjóðskrár. Þetta staðfestir Ásmundur Kr. Ásmundsson yfirlögregluþjónn í samtali við Skessuhorn. Líkt og komið hefur fram í fréttum Skessuhorns hafa verið uppi talsverðar deilur í aðdraganda íbúakosninga um mögulega sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Meðal þess sem deilt er um…Lesa meira

true

Leggja til að heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga verði lögð niður

Á opnum fundi í dag kynntu Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Hanna Katrín Friðriksdóttir, atvinnuvegaráðherra, áform um stórfelldar breytingar á verkefnum heilbrigðiseftirlita sveitarfélaga. Eftirlitsverkefni verða að miklu leyti færð frá þeim til ríkisstofnana. Ráðherrarnir segja að ekki standi til að fækka störfum eða færa störf milli landshluta. Matvælaeftirlit færist til Matvælastofnunar og…Lesa meira

true

Selja forgangsorku nú til fyrirtækja á Norðurlandi

Vegna takmarkana í flutningskerfi raforku er orkuframboð á Norðurlandi nú meira en sunnanlands og því hægt að gera langtímasamninga um forgangsorku við fyrirtæki í þeim landshluta. Í tilkynningu frá Landsvirkjun kemur fram að fyrirtækið hafi gert samning við gagnaver atNorth á Akureyri um kaup gagnaversins á allt að 12 MW forgangsorku frá og með síðari…Lesa meira

true

Ekkert tilboð barst í byggingarétt á Sementsreitnum

Akraneskaupstaður óskaði í sumar eftir tilboðum í byggingarétt á þremur lóðum á Sementsreitnum þar sem; „um er að ræða einstaka staðsetningu í nálægð við Langasand, höfnina og gamla miðbæinn. Svæðið er hluti af stefnumótandi þróun í bænum þar sem lögð er áhersla á fjölbreytta byggð og öflugt samfélag,“ eins og sagði orðrétt í auglýsingum um…Lesa meira

true

Fjöldi verkefna hjá Björgunarfélagi Akraness

Annasamt hefur verið hjá Björgunarfélagi Akraness síðustu daga, en sveitin var kölluð út fjórum sinnum á innan við tveimur sólarhringum. Aðfaranótt laugardags var farið í umfangsmikla leit að týndum einstaklingi í Hveragerði og nokkrum klukkustundum síðar var félagið kallað út að Paradísarfossi í Hvalfirði þar sem aðstoða þurfti konu sem hafði fótbrotnað. Aðfararnótt mánudags var…Lesa meira

true

Rannsóknarskipið Tara Polar Station siglir við Akranes

Í morgun hafa íbúar á Akranesi velt vöngum yfir sérkennilegu fleyi sem siglir skammt undan Langasandi. Í fljótu bragði mætti ætla að þetta sé geimfar sem lent hafi á sjónum. Staðreyndin er hins vegar sú að þarna er á ferðinni franska rannsóknaskipið Tara Polar Station. Skipið var smíðað í Normandí í Frakklandi og lauk smíði…Lesa meira

true

Tilhlökkun þegar æfingar hófust hjá Brimi BJJ

Það var margt um manninn á loftinu á Smiðjuvöllum 17 á Akranesi í gærkvöldi. Þá fór þar fram fyrsta æfing haustsins hjá Brimi BJJ undir stjórn Valentin Fels Camilleri. Valentin kennir þar bardagaíþróttina brasilískt jiu-jitsu og var jafnframt haldið upp á fimm ára afmæli stöðvarinnar með köku að lokinni æfingu. Um fjörutíu iðkendur mættu á…Lesa meira

true

Skilti til minningar um vesturfarana

Síðastliðinn sunnudag var við höfnina í Stykkishólmi afhjúpað nýtt minningarskilti um snæfellska vesturfara. Skiltið er unnið í samvinnu við ættfræðifélagið Icelandic Roots. Félagið hefur það að markmiði að heiðra og halda á lofti sögu vesturfara og hjálpa fólki í Norður-Ameríku, og annars staðar í heiminum, að finna og efla tengsl sín við Ísland. Um 50…Lesa meira