Fréttir

true

Fjórða bókin um Bínu Ásthildar og Bjarna Þórs komin út

Á dögunum kom út bókin Bína fer í sveit eftir Ásthildi Bj. Snorradóttur. Bókin er myndskreytt af Bjarna Þór Bjarnasyni myndlistarmanni á Akranesi. Þetta er fjórða bók þeirra um Bínu. Í samtali við Skessuhorn segir Ásthildur, sem er talmeinafræðingur að mennt, að Bínu hafi frá upphafi verið ætlað að leggja grunn að góðum boðskiptum, styrkja…Lesa meira

true

Rif kvótahæsta verstöðin á Vesturlandi

Í dag hefst nýtt fiskveiðiár og hefur Fiskistofa því úthlutað veiðiheimildum fiskveiðiársins til þeirra fiskiskipa sem búa yfir aflahlutdeildum í þeim fisktegundum sem lúta stjórn fiskveiða. Samtals var nú úthlutað 287.348 þorskígildistonnum. Til fiskiskipa sem eiga heimahöfn í verstöðvum á Vesturlandi var úthlutað 36.189 þorskígildistonnum eða ríflega 12,6% þeirra þorskígildistonna er í boði eru. Af…Lesa meira

true

Leita að neyðarsendi

Laust fyrir klukkan tíu í morgun var Björgunarfélag Akraness og þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. Þá hafði Landhelgisgæslunni borist tilkynning frá flugvél sem var að fljúga yfir Akranes, á leið á Keflavíkurflugvöll, um að heyrst hafi í neyðarsendi. Engrar flugvélar eða báts var saknað. Af þeim sökum hafa íbúar á Akranesi í dag orðið varir við…Lesa meira

true

Grunur um salmonellu í ferskum kjúklingi

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um innköllun á tveimur framleiðslulotum vegna gruns um salmonellusmitaða ferskrar kjúklingaafurða frá Matfugli ehf. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna af markaði í varúðarskyni og í samráði við Matvælastofnun sent út fréttatilkynningu. Einungis er verið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotur: Vörumerki: Ali, Bónus, Euro shopper, FK Framleiðandi: Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ Lotunúmer:…Lesa meira

true

Tvöfalt meiri eftirspurn en framboð af mjólkurkvóta

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn í dag, 1. september. Atvinnuvegaráðuneytinu bárust 67 gild tilboð um kaup en sölutilboð voru 16. Greiðslumark sem boðið var til sölu var 1,1 milljón lítrar en óskað var eftir kaupum á 2,2 milljónum lítra. Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða, eða svokallað jafnvægismagn, voru 1.077.643 lítrar…Lesa meira

true

Stór hópur hestamanna í árlegri Eyraroddareið

Fyrir um það bil tíu árum síðan fengu þrír félagar hugmynd um að skipuleggja hestaferð. Þeir Hallur Pálsson bóndi á Naustum, Friðrik Tryggvason og Gunnar Jóhann Elísson létu verða af þessu og úr var hestaferð um Framsveitina í Grundarfirði. Hallur ræður för og ávallt er farið um Eyrarodda eftir troðnum slóðum og heitir ferðin því…Lesa meira

true

Skólahlaup Grunnskóla Grundarfjarðar var litríkt – myndasyrpa

Nemendur og kennarar í Grunnskóla Grundarfjarðar gerðu sér glaðan dag föstudaginn 29. ágúst. Þá fór skólahlaupið fram en það átti að fara fram síðasta vor en var slegið á frest vegna veðurs. Sami háttur var hafður nú í ár eins og í fyrra en hlaupið var í gegnum nokkrar litastöðvar þar sem hlauparar voru baðaðir…Lesa meira

true

Rauði krossinn býður ungu fólki úr Grindavík á námskeið

Ungu fólki úr Grindavík á aldrinum 16-25 ára býðst í haust og vetur að sækja ókeypis námskeið sem hluta af verkefninu Viðnámsþróttur Suðurnesja. Markmiðið er að efla seiglu og sjálfstraust og veita hagnýt verkfæri sem nýtast í daglegu lífi til framtíðar. Sérfræðingar Litlu Kvíðameðferðarstöðvarinnar standa að námskeiðunum og eru þau í boði Rauða krossins. Fyrirtækið…Lesa meira

true

Blóði safnað á Akranesi á morgun

Blóðbankabíllinn verður við Stillholt 16-18 á Akranesi á morgun, þriðjudaginn 2. september frá kl. 10:00 – 17:00. Þangað eru allir sem mega gefa blóð hvattir til að mæta.Lesa meira