Fréttir

true

Gefur út bók um baráttu sína vegna veikra hrossa

Bókin „Barist fyrir veik hross – frásögn úr grasrótinni,“ er nýkomin út og til sölu í verslunum. Höfundur hennar er Ragnheiður Jóna Þorgrímsdóttir bóndi á Kúludalsá í Hvalfjarðarsveit, bæ við einn fegursta stað við mynni Hvalfjarðar, skammt austan við þar sem umferðin beygir til austurs eftir að ekið er í norður frá Hvalfjarðargöngum. Í kynningu…Lesa meira

true

Breytingar á gjaldskrá fyrir úrgang í Borgarbyggð

Frá og með 1. september næstkomandi taka gildi breytingar á þjónustu og greiðslufyrirkomulagi á móttökustöðinni úrgangs í Borgarnesi og ný gjaldskrá mun taka gildi. Samhliða verður innleidd rafræn greiðslulausn fyrir fasteignaeigendur í sveitarfélaginu þar sem tiltekin inneign (rafrænt klippikort) fylgir íbúarhúsnæði og sumarhúsum. Kostnaður við rekstur móttökustöðvarinnar og klippikortin verður áfram innheimt með fasteignagjöldum, líkt…Lesa meira

true

Á sjötta hundrað nemendur skráðir í FVA

„Skólastarfið fer vel af stað í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi,“ að sögn Steinunnar Ingu Óttarsdóttur skólameistara. Starfsfólk skólans kom saman á fundi 14. ágúst og fór yfir hagnýt og mikilvæg mál sem snúa að starfseminni, svo sem öryggis-, gæða- og mannauðsmál. „Aðsókn er góð að skólanum, bæði í bóknám, starfsbraut og verknám. Samtals eru 507…Lesa meira

true

Skipulag íbúakosningar í Borgarbyggð og Skorradal frágengið

Íbúakosning í Borgarbyggð og Skorradalshreppi um tillögu samstarfsnendar að sameiningu sveitarfélaganna fer fram dagana 5.-20. september líkt og komið hefur fram í fréttum Skessuhorns.  Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru íbúar í Borgarbyggð í dag 4.295 og í Skorradalshreppi 67. Þann 1. janúar voru íbúar í Borgarbyggð 4.102 og í Skorradalshreppi 65 samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni.…Lesa meira

true

Talsvert um óhöpp og slys í vikunni sem leið

Árekstur varð milli flutningabifreiðar og dráttarvélar á Snæfellsnesi í vikunni sem leið. Að sögn lögreglu varð eignatjón og var einn fluttur á brott til aðhlynningar með sjúkrabifreið en meiðsli viðkomandi ekki talin alvaraleg. Þá féll einstaklingur af þaki húss sem hann var að mála í liðinni viku. Var viðkomandi fluttur slasaður á brott með sjúkrabifreið.…Lesa meira

true

Hraðakstur alltof algengur

Lögreglan á Vesturlandi hafði afskipti af um 90 ökumönnum í liðinni viku vegna of hraðs aksturs. Einnig voru brot rúmlega hundrað ökumanna mynduð með færanlegri hraðamyndavél embættisins. Einn ökumaður er grunaður um ölvun við akstur og annar grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þrír ökumenn sem lögregla hafði afskipti af reyndust sviptir ökuréttindum. Ellefu voru…Lesa meira

true

Um tvö hundruð nemendur í FSN

Fjölbrautaskóli Snæfellinga er áfangaskóli í Grundarfirði og rekur auk þess framhaldsdeild á Patreksfirði. Skólinn býður upp á bóknám sem lýkur með stúdentsprófi eftir þrjú ár eða framhaldsskólaprófi sem er lokið á tveimur árum. Nú er boðið upp á nám á átta brautum og er skipting nemenda á haustönn þannig að 34 eru skráðir til náms…Lesa meira

true

Enn eitt árið sem nemendum fjölgar í MB

Í dag eru skráðir 210 nemendur í námi í Menntaskóla Borgarfjarðar og þar af eru 140 skráðir í staðnámi. Skólameistari segir að svo gæti farið að þeim fjölgi enn þegar líður á þessa viku. „Þetta þýðir að nemendum í MB fjölgar eitt árið enn og erum við einstaklega ánægð með þá góðu þróun. Staðan er…Lesa meira

true

Farsímasamband jafn lítið og var

Almannavarnanefnd Vesturlands heldur opinn íbúafund í dag klukkan 16:30 í Hjálmakletti í Borgarnesi. Tilefnið er aukin skjálftavirkni við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu. Nú skal upplýsa íbúa um skjálftavirkni, jarðhræringar og viðbrögð. Sem kunnugt er ræða jarðvísindamenn nú hvernig túlka skal þá virkni og hvort virkninni fylgi eldgos á næstu árum og þá hvenær búast megi við…Lesa meira

true

Malbika á Melasveitarvegi á morgun

Fimmtudaginn 21. ágúst er stefnt á að malbika Melasveitarveg, báðar akreinar neðan við bæinn Skorholt. Kaflinn er um 1200 metra langur og verður lokað fyrir umferð um framkvæmdasvæðið á meðan. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp. Áætlað er að framkvæmdirnar munu standa frá 08:00 til 18:00 fimmtudaginn 21. ágúst. „Vegfarendur eru beðnir um að…Lesa meira