Fréttir

true

Með fimmtíu stig fyrir Skallagrím gegn Breiðabliki

Skallagrímur úr Borgarnesi heimsótti Breiðablik í 20. umferð 1. deildar karla í körfubolta á föstudaginn. Skallagrímur var fyrir leikinn í neðsta sæti deildarinnar með átta stig en Breiðablik í 7. sæti með 16 stig. Mikið jafnræði var með liðunum í byrjun leiks en þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta náðu gestirnir, leiddir áfram…Lesa meira

true

Skagakonur unnu stórsigur á Aftureldingu

ÍA og Afturelding mættust í B deild kvenna í Lengjubikarnum í knattspyrnu í hádeginu á laugardaginn og var viðureignin í Akraneshöllinni. Fyrir leik höfðu Skagakonur unnið fyrstu þrjá leikina í Lengjunni á meðan gestirnir úr Mosó höfðu aðeins unnið einn leik og tapað tveimur. Saga Líf Sigurðardóttir kom Aftureldingu í forystu á 7. mínútu þegar…Lesa meira

true

Optical Studio heimsækir Snæfellsnes á fimmtudaginn

Núna á fimmtudaginn 13. mars heimsækir Optical Studio gleraugnaverslun Snæfellsnes og mun setja upp fullbúna verslun í Samkomuhúsinu á Grundarfirði þann dag. Verslunin verður opin frá kl. 9:30-18:30. „Í 40 ára sögu versluninnar hefur hún eignast fjölda viðskiptavina út um allt land. Nú er tekið það skref að færa þjónustuna nær okkar landsbyggðarviðskiptavinum og um…Lesa meira

true

Snæfell tryggði sig inn í úrslitakeppnina

Karlalið Snæfells í körfunni heimsótti KV á föstudaginn en leikið var á Meistaravöllum í Vesturbæ. Með sigri í leiknum gat Snæfell tryggt sér þátttöku í úrslitakeppni 1. deildar en eitt lið fer beint upp í Bónus deildina og við tekur svo úrslitakeppni, þar sem næstu átta lið berjast um laust sæti í deild þeirra bestu.…Lesa meira

true

Gunni Hó Akranesmeistari í pílu

Síðasta laugardag fór fram Akranesmeistaramót 501 hjá Pílufélagi Akraness og var það haldið í pílusalnum við Vesturgötu. 22 keppendur skráðu sig til leiks, fyrst var leikið í riðlum og síðan var útsláttarkeppni. Það kom fæstum á óvart að í úrslitaleiknum mættust þeir Gunni Hó og Siggi Tomm enda hafa þeir verið framarlega í íþróttinni á…Lesa meira

true

Kristín Eir er íþróttamaður UMFR

Í gær fór fram kjör Ungmennafélags Reykdæla á íþróttamanni ársins 2024, en kosning er byggð á mati þjálfara félagsins. Að jafnaði voru 144 skráningar á íþróttaæfingar UMFR árið 2024 en íþróttamaður UMFR fyrir árið 2024 er Kristín Eir Hauksdóttir Holaker á Skáney. Kristín æfir körfubolta og sund með UMFR en einnig hefur hún í mörg…Lesa meira

true

Vestlendingar hitta í dag þrjá ráðherra út af vegamálum

Fulltrúar allra sveitarfélaga á Vesturlandi, sem nýverið afhentu forsætisráðherra áskorun vegna bágborins ástands vegamála í landshlutanum, eiga fyrir hádegi í dag fund í Stjórnarráðinu. Í fyrrnefndri áskorun var óskað eftir að skipaður verði viðbragðshópur Stjórnarráðsins um aðgerðir til að tryggja öryggi íbúa á Vesturlandi og annarra vegfarenda, svo ekki hljótist skaði á fólki og verðmætum…Lesa meira

true

Kári vann góðan sigur á Gróttu í Lengubikarnum

Kári og Grótta áttust við í Lengjubikarnum í B deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og var leikurinn í Akraneshöllinni. Gestirnir komust yfir strax í byrjun leiksins þegar Grímur Ingi Jakobsson skoraði úr vítaspyrnu. Hektor Bergmann Garðarsson jafnaði metin á 17. mínútu þegar hann slapp inn fyrir vörn Gróttu og kláraði færið vel. Tveimur mínútum…Lesa meira

true

Framlengja um eitt ár verkefnið DalaAuð

Verkefnið DalaAuður hófst árið 2022 og er núverandi samningur Dalabyggðar og Byggðastofnunar um það í gildi til loka þessa árs. Sveitarstjórn Dalabyggðar óskaði eftir áframhaldandi samstarfi vegna verkefnisins fyrir áramót og hefur Byggðastofnun nú ákveðið að framlengja það um eitt ár eða til ársloka 2026. „DalaAuði er ætlað að veita byggðalaginu innspýtingu, með því að…Lesa meira

true

Gin- og klaufaveiki greind á búi í Ungverjalandi

Ungverjaland tilkynnti í síðustu viku um að gin- og klaufaveiki hafi greinst á 1400 nautgripa búi nálægt landamærum að Slóvakíu. Gin- og klaufaveiki er mjög alvarlegur og bráðsmitandi dýrasjúkdómur. Strangar ráðstafanir hafa verið gerðar af hálfu ungverskra dýraheilbrigðisyfirvalda og Evrópusambandsins til að hindra útbreiðslu veirunnar. „Matvælastofnun vill minna fólk á að gæta ávallt hreinlætis í…Lesa meira