Fréttir

Optical Studio heimsækir Snæfellsnes á fimmtudaginn

Núna á fimmtudaginn 13. mars heimsækir Optical Studio gleraugnaverslun Snæfellsnes og mun setja upp fullbúna verslun í Samkomuhúsinu á Grundarfirði þann dag. Verslunin verður opin frá kl. 9:30-18:30. „Í 40 ára sögu versluninnar hefur hún eignast fjölda viðskiptavina út um allt land. Nú er tekið það skref að færa þjónustuna nær okkar landsbyggðarviðskiptavinum og um leið að ná betur til nýrra viðskiptavina og að sýna okkar nýjustu gleraugnatísku bæði í gleraugnaumgjörðum og sólgleraugum,“ segir í tilkynningu.

„Við munum mæta með mikið úrval af okkar fallegu vöru, bæði af umgjörðum og sólgleraugum og munum bjóða 20% afslátt af öllum vörum þennan dag. Sjónmælingar fara fram á staðnum með nýjasta tækjabúnaði á því sviði. Hægt er að bóka tíma í sjónmælingar á opticalstudio.is og á noona.is eða í síma 511-5800. En einnig er líka hægt að koma við og skoða úrvalið og versla á staðnum óháð tímabókunum. Við hvetjum alla til að kíkja við til okkar á fimmtudaginn og sjá úrvalið sem við höfum upp á að bjóða. Einnig verðum við með mikið af flottum sólgleraugum á góðu verði,“ segir Hulda Guðný Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Optical Studio.