Fréttir
Kristín Eir Hauksdóttir Holaker, íþróttamaður UMFR 2024.

Kristín Eir er íþróttamaður UMFR

Í gær fór fram kjör Ungmennafélags Reykdæla á íþróttamanni ársins 2024, en kosning er byggð á mati þjálfara félagsins. Að jafnaði voru 144 skráningar á íþróttaæfingar UMFR árið 2024 en íþróttamaður UMFR fyrir árið 2024 er Kristín Eir Hauksdóttir Holaker á Skáney. Kristín æfir körfubolta og sund með UMFR en einnig hefur hún í mörg ár verið í fremstu röð í hestaíþróttum. Í öðru sæti í kjörinu varð Steinar Orri Hermannsson en hann æfir körfubolta og sund og í þriðja sæti var tvíburasystir hans Helga Laufey Hermannsdóttir einnig fyrir körfubolta og sund.