Fréttir
Ungverskar kýr. Ljósm. www.itshungarian.com/

Gin- og klaufaveiki greind á búi í Ungverjalandi

Ungverjaland tilkynnti í síðustu viku um að gin- og klaufaveiki hafi greinst á 1400 nautgripa búi nálægt landamærum að Slóvakíu. Gin- og klaufaveiki er mjög alvarlegur og bráðsmitandi dýrasjúkdómur. Strangar ráðstafanir hafa verið gerðar af hálfu ungverskra dýraheilbrigðisyfirvalda og Evrópusambandsins til að hindra útbreiðslu veirunnar.

Gin- og klaufaveiki greind á búi í Ungverjalandi - Skessuhorn