
Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra var í liðnum mánuði afhent áskorun sveitarstjórna á Vesturlandi um tafarlausar úrbætur í vegamálum. Því máli verður nú fylgt eftir með fundi í Stjórnarráðinu. Ljósm. mm
Vestlendingar hitta í dag þrjá ráðherra út af vegamálum
Fulltrúar allra sveitarfélaga á Vesturlandi, sem nýverið afhentu forsætisráðherra áskorun vegna bágborins ástands vegamála í landshlutanum, eiga fyrir hádegi í dag fund í Stjórnarráðinu. Í fyrrnefndri áskorun var óskað eftir að skipaður verði viðbragðshópur Stjórnarráðsins um aðgerðir til að tryggja öryggi íbúa á Vesturlandi og annarra vegfarenda, svo ekki hljótist skaði á fólki og verðmætum og truflun á atvinnu- og mannlífi, eins og nú blasir við.