Fréttir

true

Stórsigur hjá Kára en naumt tap Víkings

Önnur umferðin í Lengjubikarnum í B deild karla í knattspyrnu fór fram um helgina og voru Vesturlandsliðin Kári og Víkingur Ólafsvík bæði að spila. ÍH og Kári mættust í riðli 3 á föstudagskvöldið og var leikurinn í Skessunni í Hafnarfirði. Ein deild er á milli þessara liða á Íslandsmótinu í sumar, Kári spilar í 2.…Lesa meira

true

Formgalli og mælimastur auglýst að nýju

Vegna formgalla í fyrri auglýsingu ákvað sveitarstjórn Borgarbyggðar á fundi sínum 13. febrúar síðastliðinn að auglýsa að nýju tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir mælimastur á Grjóthálsi í Borgarfirði. Í skipulagsgátt má nú tillöguna að nýju og er athugasemdafrestur til og með 6. apríl nk. Deiliskipulag þetta tekur til uppsetningar á tímabundnu mælimastri til vindrannsókna. Í…Lesa meira

true

Keilusalurinn á Akranesi fær evrópska vottun

Aðalfundur Keilufélags Akraness var haldinn í keilusalnum við Vesturgötu í síðustu viku. Gestur fundarins var formaður Keilusambands Evrópu, Valgeir Guðbjartsson. Valgeir veitti keilusalnum vottun um að vera orðinn viðurkenndur salur til æfinga en þrjár brautir eru í salnum. Til að fá þessa vottun þarf að vera til staðar góður búnaður til æfinga og gott menntunarstig…Lesa meira

true

Landsvirkjun vill byggja höfuðstöðvar á dýrasta stað í Reykjavík

Stjórn Landsvirkjunar samþykkti á fundi sínum á föstudag að kaupa þrjár lóðir austast á Bústaðavegi í Reykjavík, með það í huga að þar rísi næstu höfuðstöðvar orkufyrirtækis í eigu þjóðarinnar. „Það kemur þó í hlut næstu stjórnar fyrirtækisins, sem skipuð verður í apríl, að taka frekari ákvarðanir um hvort eða hvenær af þeim framkvæmdum verður.…Lesa meira

true

Kjartan Ásmundsson býður sig fram til formanns KKÍ

Formaður Íslensks toppkörfubolta (ÍTK, hagsmunasamtaka allra félaga í efstu deildum, karla og kvenna), Kjartan Freyr Ásmundsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns stjórnar Körfuknattleikssambands Íslands. Kjartan hefur gríðarmikla reynslu af starfi í stjórnun sem starfsmaður, foreldri og sjálfboðaliði innan íþróttahreyfingarinnar og eins í körfubolta og öðrum íþróttum. Hann var um hríð m.a. formaður…Lesa meira

true

Falleg kvöldstund fyrir Orra og dætur

Í gærkvöldi var í Bíóhöllinni á Akranesi boðið upp á tónleika. Þeir voru haldnir til styrktar dætrum Orra Harðarsonar tónlistarmanns og rithöfundar sem nú glímir við erfitt og ólæknandi krabbamein. Tónleikarnir báru nafnið „Vonin blíð í Orrahríð“ og er skemmst frá því að segja að uppselt var á þá. Það voru vinir Orra sem áttu…Lesa meira

true

Mokafli báta sem róa á Breiðafirði – myndasyrpa

„Þorðum ekki að draga úr síðasta rekkanum“ – sagði skipstjórinn á Lilju SH Það var mikið um að vera í Rifs- og í Ólafsvíkurhöfnum í gær þegar bátar voru að koma að landi í blíðskaparveðri. Voru sjómenn í skýjunum yfir aflabrögðunum sem voru svo sannarlega með því besta sem gerist. Alfons Finnsson fréttaritari Skessuhorns fangaði…Lesa meira

true

Jens Garðar býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins

Jens Garðar Helgason, þingmaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér til embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Hann er nýkjörinn þingmaður en var áður oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og sveitarstjórnarmaður í 12 ár. Jens Garðar hefur einnig gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum innan flokksins. Jens Garðar hefur fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu, var varaformaður…Lesa meira

true

Útskrift frá Háskólanum á Bifröst

Níutíu manns útskrifuðust úr námi við Háskólann á Bifröst við hátíðlega athöfn laugardaginn 15. febrúar síðastliðinn. Sjálf útskriftin fór fram í Hjálmakletti í Borgarnesi. Úr grunnnámi brautskráðist 41 nemandi, 49 úr meistaranámi og 18 nemendur úr háskólagátt sem er grunnnám að háskólastigi. Nítján nemendur brautskráðust úr félagsvísindadeild, tíu úr lagadeild og 51 úr viðskiptadeild og…Lesa meira

true

Háskóladagurinn verður laugardaginn 1. mars

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 1. mars milli kl. 12 og 15. Dagurinn markar upphafið að næsta skólaári og snýst um að auglýsa háskólanám fyrir tilvonandi nemendum. Háskóladagurinn er sameiginlegur dagur allra háskóla landsins sem kynna námsframboð sitt í húsakynnum LHÍ, HR og HÍ á laugardaginn. Í framhaldinu verður svo farið á Höfn 10.…Lesa meira