
Kjartan Ásmundsson býður sig fram til formanns KKÍ
Formaður Íslensks toppkörfubolta (ÍTK, hagsmunasamtaka allra félaga í efstu deildum, karla og kvenna), Kjartan Freyr Ásmundsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns stjórnar Körfuknattleikssambands Íslands. Kjartan hefur gríðarmikla reynslu af starfi í stjórnun sem starfsmaður, foreldri og sjálfboðaliði innan íþróttahreyfingarinnar og eins í körfubolta og öðrum íþróttum. Hann var um hríð m.a. formaður körfuknattleiksdeildar Hauka.