Fréttir
Ársæll Rafn Erlingsson formaður KFA fær hér vottunarbréfið frá Valgeiri. Ljósm. Daniel Sigurðsson Glad

Keilusalurinn á Akranesi fær evrópska vottun

Aðalfundur Keilufélags Akraness var haldinn í keilusalnum við Vesturgötu í síðustu viku. Gestur fundarins var formaður Keilusambands Evrópu, Valgeir Guðbjartsson. Valgeir veitti keilusalnum vottun um að vera orðinn viðurkenndur salur til æfinga en þrjár brautir eru í salnum. Til að fá þessa vottun þarf að vera til staðar góður búnaður til æfinga og gott menntunarstig þjálfara. Fjórir þjálfarar hjá Keilufélagi Akraness eru með 2. stigs þjálfararéttindi hjá Keilusambandi Evrópu. Þeir eru Guðmundur Sigurðsson, Jónína Björg Magnúsdóttir, Magnús Sigurjón Guðmundsson og Sigurður Þorsteinn Guðmundsson.

Keilusalurinn á Akranesi fær evrópska vottun - Skessuhorn