Fréttir
Landsvirkjun hefur skilað ágætri afkomu á síðustu árum. Stofnunin er í eigu íslenska ríkisins og skilar sem slík góðri afkomu. Nú er stefnt að nýjum höfuðstöðvum og er fest kaup á byggingarlóð fyrir 1,3 milljarða króna á dýrasta stað í Reykjavík. Ljósm. aðsend.

Landsvirkjun vill byggja höfuðstöðvar á dýrasta stað í Reykjavík

Stjórn Landsvirkjunar samþykkti á fundi sínum á föstudag að kaupa þrjár lóðir austast á Bústaðavegi í Reykjavík, með það í huga að þar rísi næstu höfuðstöðvar orkufyrirtækis í eigu þjóðarinnar. „Það kemur þó í hlut næstu stjórnar fyrirtækisins, sem skipuð verður í apríl, að taka frekari ákvarðanir um hvort eða hvenær af þeim framkvæmdum verður. Þá hefur stjórnin einnig samþykkt að hefja sölu á fyrri höfuðstöðvum Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni. Lóðirnar sem um ræðir eru norðan við Grillhúsið við Bústaðaveg og eru því í hópi dýrari byggingalóða á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir þessar þrjár lóðir greiðir stofnunin um 1,3 milljarða króna.

Landsvirkjun vill byggja höfuðstöðvar á dýrasta stað í Reykjavík - Skessuhorn