Fréttir
Orri ásamt dætrum sínum. Ljósm. hgg

Falleg kvöldstund fyrir Orra og dætur

Í gærkvöldi var í Bíóhöllinni á Akranesi boðið upp á tónleika. Þeir voru haldnir til styrktar dætrum Orra Harðarsonar tónlistarmanns og rithöfundar sem nú glímir við erfitt og ólæknandi krabbamein. Tónleikarnir báru nafnið „Vonin blíð í Orrahríð“ og er skemmst frá því að segja að uppselt var á þá. Það voru vinir Orra sem áttu frumkvæðið að tónleikunum. Þeir ákváðu að fagna lífinu og tónlistinni til heiðurs Orra. Allur aðgangseyrir að tónleikunum fór á styrktarreikning til tveggja dætra Orra og er reikningurinn jafnframt opinn áfram fyrir frjáls framlög. Reikningsnúmerið er í umsjón Harðar Ó Helgasonar; nr. 0123-15-194552 og kt. er 280249-4169.

Falleg kvöldstund fyrir Orra og dætur - Skessuhorn