Fréttir

Jens Garðar býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins

Jens Garðar Helgason, þingmaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér til embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Hann er nýkjörinn þingmaður en var áður oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og sveitarstjórnarmaður í 12 ár. Jens Garðar hefur einnig gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum innan flokksins. Jens Garðar hefur fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu, var varaformaður Samtaka atvinnulífsins í fjögur ár og í framkvæmdastjórn samtakanna í sex ár.

Jens Garðar býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins - Skessuhorn