Fréttir
Á myndinni eru Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor lengst til vinstri en til hægri eru Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir deildarforseti félagsvísindadeildar og Anna Hildur Hildibrandsdóttir fagstjóri skapandi greina. Milli þeirri eru nokkrir útskriftanemar. Ljósm. aðsend

Útskrift frá Háskólanum á Bifröst

Níutíu manns útskrifuðust úr námi við Háskólann á Bifröst við hátíðlega athöfn laugardaginn 15. febrúar síðastliðinn. Sjálf útskriftin fór fram í Hjálmakletti í Borgarnesi. Úr grunnnámi brautskráðist 41 nemandi, 49 úr meistaranámi og 18 nemendur úr háskólagátt sem er grunnnám að háskólastigi. Nítján nemendur brautskráðust úr félagsvísindadeild, tíu úr lagadeild og 51 úr viðskiptadeild og voru konur í meirihluta þeirra sem brautskráðust úr námi að þessu sinni.

Útskrift frá Háskólanum á Bifröst - Skessuhorn