Fréttir

true

Bóndadagur í Brekkubæjarskóla

Bóndadagurinn var síðasta föstudag og þar með er þorrinn genginn í garð. Samkvæmt venju héldu nemendur Brekkubæjarskóla á Akranesi upp á daginn og víða höfðu stelpurnar undirbúið veitingahlaðborð og jafnvel skemmtidagskrá fyrir bekkjarbræður sína.Lesa meira

true

Glöddu strákana í tilefni dagsins

Það var líf og fjör á föstudaginn í unglingadeildinni í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit þegar stelpurnar tóku sig til og ákváðu að gleðja strákana á Bóndadeginum. Þær byrjuðu á að fara með þá út í þrautaleik og buðu síðan upp á girnilegar kökur, djús og afhentu þeim rósir í tilefni dagsins. Strákarnir voru hæstánægðir með framtak…Lesa meira

true

Skagamenn enn á sigurbraut

Þór Akureyri og ÍA tókust á í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var leikurinn í Höllinni á Akureyri. Fyrir viðureignina var Þór í 7. sæti með 12 stig en Skagamenn í þriðja sæti með 20 stig og með fimm sigurleiki í röð. Gestirnir byrjuðu af krafti, skoruðu fyrstu sjö stigin í leiknum…Lesa meira

true

Sjö ósigrar í röð hjá Skallagrími

Skallagrímur tók á móti Sindra frá Höfn í Hornafirði á föstudag, í 1. deild karla í körfubolta. Skallagrímur lék sinn fyrsta leik með nýjum bandarískum leikmanni, Jermaine Hamlin, en liðið hefur misst leikmanninn Hilmi Hallgrímsson aftur til Hauka en hann var á venslasamningi fyrir áramót með Skallagrími. Heimamenn byrjuðu leikinn mjög vel, spiluðu góða vörn…Lesa meira

true

Hilmar Már rifar seglin eftir þetta skólaár

Hilmar Már Arason skólastjóri Grunnskjóla Snæfellsbæjar hefur tilkynnt bæjaryfirvöldum, starfsfólki og nemendum skólans að hann hefur ákveðið að segja starfi sínu loknu eftir lok þessa skólaárs. „Staða skólastarfsins er góð, við erum vel mönnuð, metnaður í starfsfólki og skólasamfélaginu öllu til að gera vel, eins og verkin sýna og sanna. Ég hef verið svo lánsamur…Lesa meira

true

Gefur út bók fyrir fólk af erlendum uppruna

Kristín Guðmundsdóttir hefur gefið út bókina Leitin að orðum en hún er ætluð fyrir fólk af erlendum uppruna sem er búið með grunn í íslensku eða eru á síðustu stigum íslenskunáms, en einnig fyrir kennara sem vilja efla orðaforða íslenskra barna og unglinga og þá sem vilja rifja upp íslenskuna. Þetta er sjötta bók Kristínar…Lesa meira

true

Starf sjálfboðaliðans er nýr áfangi við FVA

„Þessi fyrsta kennslustund gekk mjög vel og það var mjög gaman að hitta nemendurna,“ segir Álfheiður Sverrisdóttir, svæðisfulltrúi íþróttahéraðanna á Vesturlandi. Hún og Heiðar Mar Björnsson, samstarfsfélagi hennar, hófu í síðustu viku kennslu í áfanga um störf sjálfboðaliða við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Fram kemur í tilkynningu frá UMFÍ að þetta nám sé nýjung í…Lesa meira

true

Safnið lokað fram á miðvikudag

Sumir notendur Bókasafns Akraness hafa á undanförnum dögum komið að lokuðum dyrum. „Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Bókasafni Akraness og Héraðsskjalasafni Akraness en verið er að skipta um gólfefni í húsinu. Upphaflega stóð til að lokunin væri frá 14. – 27. janúar en nú hafa bæst við tveir auka dagar í framkvæmdum og mun…Lesa meira

true

Áslaug Arna býður sig fram til formennsku

Áslaus Arna Sigubjörnsdóttir þingkona gaf í dag út þá yfirlýsingu að hún muni bjóði sig sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi sem fram fer í lok febrúar. Bjarni Benediktsson fráfarandi formaður hefur tilkynnt að hann hygðist draga sig í hlé og þá hefur Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir varaformaður tilkynnt að hún ætli ekki…Lesa meira

true

Íslenska gámafélagið valið í sorpútboði hjá Borgarbyggð

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar síðastliðinn fimmtudag var farið yfir áframhaldandi vinnu við yfirferð á innsendum tilboðum vegna sorpútboðs í sveitarfélaginu. Á fundi byggðarráðs 19. desember sl. var lögð fram opnunarskýrsla vegna útboðs fyrir úrgangsþjónustu fyrir Borgarbyggð en þar kom fram að þrjú fyrirtæki tóku þátt í útboðinu og voru niðurstöður þær að Íslenska gámafélagið ehf.…Lesa meira