Fréttir

Gefur út bók fyrir fólk af erlendum uppruna

Kristín Guðmundsdóttir hefur gefið út bókina Leitin að orðum en hún er ætluð fyrir fólk af erlendum uppruna sem er búið með grunn í íslensku eða eru á síðustu stigum íslenskunáms, en einnig fyrir kennara sem vilja efla orðaforða íslenskra barna og unglinga og þá sem vilja rifja upp íslenskuna. Þetta er sjötta bók Kristínar fyrir fólk af erlendum uppruna. Þær bækur sem hún hefur gefið út eru: Nýjar slóðir 2020, Óvænt ferðalag 2021, Leiðin að nýjum heimi 2022, Birtir af degi 2023 og Tólf lyklar 2024.

Gefur út bók fyrir fólk af erlendum uppruna - Skessuhorn