
Hilmar Már rifar seglin eftir þetta skólaár
Hilmar Már Arason skólastjóri Grunnskjóla Snæfellsbæjar hefur tilkynnt bæjaryfirvöldum, starfsfólki og nemendum skólans að hann hefur ákveðið að segja starfi sínu loknu eftir lok þessa skólaárs. „Staða skólastarfsins er góð, við erum vel mönnuð, metnaður í starfsfólki og skólasamfélaginu öllu til að gera vel, eins og verkin sýna og sanna. Ég hef verið svo lánsamur að vera hluti af þessu góða samfélagi sem mér finnst hafa verið algjör forréttindi,“ skrifar Hilmar Már í tilkynningu til starfsfólks.