Fréttir

true

Skýrsla um útflutning hrossa á liðnu ári

Alls voru 1.318 hross flutt út á liðnu ári og dregst útflutningur þeirra saman frá árinu þar á undan, en árið 2023 voru 1.589 hross flutt út. Af Vesturlandi voru 149 hross flutt út sem gerir um 11% af heildarútflutningi. Samkvæmt niðurstöðum sem finna má á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins voru stærstu útflutningsmánuðirnir október og nóvember…Lesa meira

true

Harður árekstur í göngunum

Harður árekstur varð í Hvalfjarðargöngum eftir aftanákeyrslu í dag. Miklar skemmdir urðu á ökutækjum og einn var fluttur með sjúkrabifreið á brott eitthvað slasaður en meiðsli voru ekki talin alvarleg. Lögreglan hafði afskipti af um 15 ökumönnum í liðinni viku vegna of hraðs aksturs. Fjórir ökumenn eru grunaðir um ölvun við akstur og einn grunaður…Lesa meira

true

Góður afli í öll veiðarfæri

Mikill afli hefur undanfarið borist að landi í Snæfellsbæ, þá daga sem fært hefur verið til sjósóknar. Afli línubáta hefur stóraukist að undanförnu og hafa bátar verið að koma með allt að 24 tonn að landi. Sama á við um þá báta sem róa á netum en hjá þeim eru mjög góð aflabrögð eða upp…Lesa meira

true

Verkföll yfirvofandi í skólum á Vesturlandi

Boðuð verkföll í 14 leikskólum og sjö grunnskólum á landinu eru yfirvofandi en verkfallsaðgerðir hefjast 1. febrúar, hafi samningar ekki náðst við ríki og sveitarfélög. Þetta kemur fram á vef Kennarasambands Íslands. Ótímabundin verkföll hefjast þann 1. febrúar á leikskóla Snæfellsbæjar og leikskólanum Teigaseli á Akranesi. Tímabundin verkföll hefjast 1. febrúar og standa til 26.…Lesa meira

true

Varmadælan í Grundarfirði lofar góðu

Nýverið var byrjað að kynda íþróttamiðstöðina og grunnskólann í Grundarfirði með jarðvarma í stað olíu eins og áður. Blaðamanni Skessuhorns lék forvitni á að vita hvernig svona tækni virkar og setti sig í samband við Sigurbjart Loftsson byggingafræðing sem hefur verið með puttana í þessu verki frá upphafi. Þessi leið til kyndingar var valin eftir…Lesa meira

true

Gönguskíðaspor við Jaðarsbakka

Á æfingasvæðinu við Jaðarsbakka á Akranesi er búið að leggja gönguskíðaspor fyrir gönguþyrsta skíðaáhugamenn. Fram kemur á vefsíðu Akraneskaupstaðar að bærinn fékk Björgunarfélag Akraness til að leggja sporin í gærkvöldi. „Vonandi leikur veðrið við okkur í dag og skíðagöngufólk kaupstaðarins getur sameinast á æfingasvæðinu. Förum út að leika! Við þökkum Björgunarfélaginu fyrir snögg viðbrögð og…Lesa meira

true

Skemmtun í Fjósinu og æsispennandi leikur

Strákarnir í 9. og 10. flokki Skallagríms skoruðu á Stjörnulið í körfubolta og fór leikurinn fram síðastliðinn fimmtudag í Fjósinu í Borgarnesi, að viðstöddum um 250 áhorfendum. Meðal gesta á pöllunum voru nokkrir hjúkrunarfræðingar sem voru til taks ef leikmenn Stjörnuliðsins þyrftu á aðstoð að halda. Sem betur fer reyndi ekki á það. Leikurinn var…Lesa meira

true

Sundfólk ÍA stóð sig vel á RIG

Sundmótið Reykjavík International Games, RIG, fór fram um helgina í Laugardalslaug í Reykjavík. Mótið var mjög sterkt með yfir 300 keppendum og þar af voru 100 erlendir sundmenn mættir til keppni. Sundfélag Akraness sendi átta keppendur til leiks og óhætt að segja að keppnistímabilið 2025 hafi byrjað vel hjá sundmönnum ÍA. Einar Margeir Ágústsson átti…Lesa meira

true

Fyrsta ganga Ferðafélags Borgarfjarðar á nýju ári

Ferðafélag Borgarfjarðar bauð í fyrstu göngu á nýju ári á laugardaginn síðasta en gengið var frá útivistarsvæðinu Eikunnum að Borg á Mýrum. Fjórtán þátttakendur voru í göngunni. Nýfallinn snjór var yfir öllu svæðinu en með í för var Baldur Jónsson en hann hefur gengið þessa leið að minnsta kost einu sinni í hverjum mánuði, síðastliðin…Lesa meira

true

Sterkur sigur Snæfells í Hólminum

Snæfell tók á móti Selfossi í 1. deild karla í körfubolta á föstudaginn. Snæfell tapaði naumlega gegn Ármanni í umferðinni á undan á meðan Selfoss vann góðan sigur á Skallagrími. Því mátti búast við hörkuleik. Fyrsti leikhluti einkenndist reyndar af töpuðum boltum hjá báðum liðum og þar af leiðandi mjög lágu stigaskori. Staðan eftir fyrsta…Lesa meira