
Nú í fyrsta skipti hefur verið hægt að hita sundlaug staðarins upp í janúarmánuði. Ljósm. tfk
Varmadælan í Grundarfirði lofar góðu
Nýverið var byrjað að kynda íþróttamiðstöðina og grunnskólann í Grundarfirði með jarðvarma í stað olíu eins og áður. Blaðamanni Skessuhorns lék forvitni á að vita hvernig svona tækni virkar og setti sig í samband við Sigurbjart Loftsson byggingafræðing sem hefur verið með puttana í þessu verki frá upphafi. Þessi leið til kyndingar var valin eftir að tíu holur voru boraðar sem flestar skiluðu varma, þótt ekki væri komið niður á rennandi vatn.